Hvað gerir þú við sár?

 

Segjum sem svo:

Þú lendi í óhappi og færð nokkuð djúpan skurð á lærið.  Þú lítur sem snöggvast á sárið, en tekur svo upp góðan hníf og potar hressilega í það; gott ef þú reynir ekki hreinlega að skera aðeins dýpra. Næstu daga tekur þú hnífinn reglulega og núir honum sæmilega fast í sárinu svo þú finnir nú örugglega til og gleymir því nú alls ekki.

Ekki líklegt. Það er búið að kenna þér fyrir fleiri árum en þú manst, að það þarf að stöðva blæðingu, búa um sárið, hindra að það sýkist og taka því svo rólega og hlífa svæðinu þar til sárið er gróið.

 

Segjum sem svo:

Þú lendir í aðstæðum sem særa þig; það getur í raun verið hvað sem er, sem vekur upp ótta, sorg, höfnun, reiði, eða setur þig úr jafnvægi á einhvern hátt. Var þér einhvern tímann kennt hvað þú ættir að gera til að græða þetta sár?  Það eru því miður meiri líkur á að svo sé ekki.  Enda þekkja flest okkar þessi viðbrögð; bíta á jaxlinn og harka af sér, verða fórnarlamb, detta í stöðugan kvíða, fara í þunglyndi, fá þráhyggjuhugsanir, tala sig niður, lifa í skömm og sjálfsásökunum.

 

Af hverju er sjálfsagt að kenna börnum að bursta tennur, vera hrein, borða hollt og almennt sinna vel líkamlegum þörfum en horfa svo gjörsamlega fram hjá því sem ekki er síður mikilvægt; að sinna andlegu heilbrigði?  Afleiðingin er að á fullorðinsárunum stöndum við varnarlaus þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og við höfðum væntingar til. Við kunnum ekki að gera mistök, þolum illa mótlæti, og eigum sum hver fullt í fangi með að komast í gegnum dagana þar sem við kunnum ekki að "þekkja sárin sem blæða" innra með okkur. Nuddum jafnvel í langan tíma illilega í sárinu með svo það verður ljótt ör á sálinn.

 

Hvenær kemur að því að andleg umhirða er jafn sjálfsögð og líkamleg......

 

 

Pings version of learned helplessness

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband