Færsluflokkur: Bloggar
14.7.2012 | 13:22
Laugavegshlaup, crossfit, bootcamp, Esjuganga, sleðahundar....
....Fimmvörðuháls, sjósund, o.s.frv. o.s. frv. o.s. frv.
Hvað kemur upp í hugann við þessa upptalningu?
Segi ekki meira, en hugsa bara svarið fyrir sjálfa mig....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2012 | 22:55
Hámark spennunnar er að aka þjóðveg eitt í sumar! Hver þorir?
Smart að grafa þessi flottu göng; gerum sem flest! Það er reyndar synd hvað vegakaflarnir milli allra þessa gangna eru víða slappir. Ég gafst upp á að telja hversu margar einbreiðar brýr eru á suðurlandinu og sumar hverjar orðnar ansi lúnar. Fróðlegt þætti mér að vita hvort að kosntaður við að eyða þessum slysagildrum nái að jafna kostnað við áætlunargerð á mögulegri gangnaframkvæmd......
P.s. Hafið þið ekið nýlega yfir Hornafjarðarfljótsbrúna á þjóðvegi 1? Úff.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2012 | 20:43
Salernisblog.
Kannski spes, en ég ákvað að gera hlutlægt mat á salernisaðstöðunni sem er í boði fyrir ferðamenn landsins í sumar. Bara svona til að gera stundina aðeins tilgangsmeiri... Hlutlæg úttekt, því ég auðvitað miða við minn heimatilbúna staðal. Það verður að segjast eins og er, að ég varð fyrir menningarlegu áfalli eftir nánast hverja heimsókn; ef aðstaðan var viðunandi, var þrifum ábótavant, eða þá að aðstaðan var ekki í neinu samræmi við almennar væntingar um aðbúnað á opinberum stöðum á Íslandi 2012.
Sérstaklega var aðstaðan á vinsælustu heimsóknarstöðum erlendra ferðamanna slök. Þarf þetta virkilega að vera svona lásí? Við eigum nóg af hreinu vatni, og það þarf nú ekki að vera dýrt né flókið að bjóða upp á snyrtilegt klósett með nógu stórum vaski til að koma 2 höndum undir bununa.
Alla vega fékk ég mjög oft "flash back" til bernskuáranna þegar kamrar prýddu helstu ferðamannastaði landsins.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2012 | 17:33
"öfugur samruni" Á einhver uppfærða orðabók að lána mér?
Nú er ég nánast orðlaus....ég nefnilega get ekki meðtekið fleiri íslensk ný-yrði; "Samkvæmt honum er vaxtakostnaður vegna öfugs samruna ekki frádráttarbær frá skatti." Þetta las ég í Fréttablaðinu í morgun og verð ég að viðurkenna, að það tók mig smá tíma að átta mig á hvað þetta þýðir. Ég þurfti að nota morgunkornsdiskinn, djúsglasið og mjólkurfernuna til að setja upp svona "case description" svo ég gæti áttað mig á hver keypti hlutabréf í hverjum til að nýta síðan vaxtakostnaðinn í skattaafslátt hjá hverjum. Jú, ég fattaði það að lokum, svelgdist á seríósinu og skolaði því svo niður með djúsrestinni. Það eru greinilega engin takmörk fyrir "viðskiptalegu hugmyndaflugi" til að ná sér í aukavasapening.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2012 | 22:34
Forsetavald, málskotsréttur, lýðræði......ég skil ekki alveg...
Getur einhver útskýrt þetta betur fyrir mér? Sko; ég kýs lýðræðiskosningu þingmenn til Alþingis og gef þeim því umboð mitt til að bæta lífskjörin á landinu mínu. Síðan kýs ég forseta, sem ég reyndar er ekki alveg viss um hvers vega. Hann síðan getur beitt neitunarvaldi á þær ákvarðanir sem ég upphaflega gaf þingmönnunum vald til að taka, og þá má ég kjósa sjálf beint um málefnið sem um ræðir. ÚFF! Er þetta ekki eitthvað of flókið ferli? Til hvers að kjósa alþingismennina ef þeim er ekki treystandi? Af hverju má ég þá ekki bara kjósa um öll mál? Hvað með þennan forseta; er hann sem sagt pólitískur?
Svo held ég bara að ofantaldir aðilar (að mér meðtaldri) ráði engu, heldur þeir sem eiga monningana......eða hvað.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2012 | 19:27
Kettlingaprófið
Hefur þú velt því fyrirþér af hverju sumir einstaklingar eru einhvern veginn svo viðkunnarlegir, á meðan aðrir eru hreinlega fráhrindandi? Þetta gætu bara verið tveir af veislugestunum í partíinu sem þú ert að spjalla við um allt og ekkert. Eftir að hafa legið yfir þessu í langan tíma (í þeim tilgangi að bæta viðmót mitt...) þá hef ég komist að eftirfarandi niðurstöði:
Þeir sem eru viðkunnarlegir, "likeable", hugsa ríkjandi með hægra heilahvelinu og er í góðu sambandi við undirmeðvitundina. Það fólk er fylgið sjálfu sér og á auðvelt með að fylgja flæðinu og njóta stundarinnar.
Þeir sem eru ekki viðkunnarlegir hugsa ríkjandi með vinstra heilahvelinu, eru gangandi staðreyndir og passa sífellt upp á að haga sér "rétt" miðað við aðstæður og passa inn í leiksviðið.
Hvort ert þú? Það er einfalt að leitast við að finna svarið á innan við mínútur með því að taka "kettlingaprófið"
Kettlingaprófið:
Sjáðu fyrir þér að framan við þig sitji lítill, loðinn kettlingur með falleg blá augu sem horfa biðjandi á þig. Gerðu eftirfarandi:
- Vinstra heilahvel: Segðu upphátt; "Ég ætla að nálgast þig hægra megin frá og klóra þér um það bil 2 cm utan við eyrað."
- Hægra heilahvel: Segðu upphátt; "Komdu hérna litli hnoðra-boltinn þinn. Voðalegt krútt ertu dúllídúll með þessi sætustu augu."
Taktu eftir hvernig tilfinningin færist niður í brjóstið og veitir vellíðan við að nota hægra settið.
Hugsaðu þér hvað heimurinn væri betri ef við töluðum við hvort annað með hægra heilahvelinu.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 15:44
Og enn skal ausa meðlagi í bankana!
Já,endilega halda áfram að moka í þessar okurlánaþrælahaldarastofnanir sem bankarnir eru. Nú liggur fyrir að reyna eigi að jafna kjör þeirra sem eiga hús og þeirra sem leigja hús. Skv. samantekt þá fær fyrrgreindi hópurinn stórar fjárhæðir endurgreiddar, m.a. í formi vaxtabóta, á meðan leigjendur í sama tekjuhópi fá ekkert. Lausnin mun víst vera að taka af þeim fyrrnefnda og færa yfir á þann síðarnefnda. Sem sagt, halda áfram að láta lánastofnanir græða með verðtryggingu og ofurvöxtum, vitandi að skattgreiðendur borga þessar bætur.
Hvernig væri nú einu sinni að endurskoða upphafið: Réttast væri að kippa þessari risaeðlu-verðtryggingu í burtu, lækka stýrivextina og sjá til þess að lánastofnanir væri ekki að mjólka ríkiskassann.
Af hverju látum við bjóða okkur þessa vitleysu endalaust.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2012 | 16:20
2.7% afsláttur!.......JEI! Allir af stað!
Ég fékk sms í morgun; 7 króna afsláttur með dælulyklinum í dag. Vá. Það er röð við dæluna.
Reiknum dæmið: líterinn í dag kostar 257-257,30 allstaðar (skrítið..). Sjö króna afsláttur er þá 2.7% afsláttur af upprunarlega verðinu. Setjum þetta í samhengi; Í dag er 2.7% afsláttur af öllum vörum í versluninni. Ætli nokkur mundi hlaupa erftir þessum afslætti? Sjáið núna hversu dónalegt tilboð þetta er?
Er sífellt að leyta ódýrari samgönguleiða sem forða mér frá oíufélugunum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2012 | 10:36
Þú ert asni! Nei, þú ert asni!
Þetta er klassískt dæmi um rökleysu. Þegar tveir eða fleiri rökræða á heilbrigðan hátt, snýst orðræðan um málefnið sem um ræðir. Vissulega getur verið hiti í fóki, en persónulegar árásir eru ekki til staðar. Þegar svo komið er í rökþrot er gjarnan gripið til næsta vopns, sem er þá ekkert annað en deilur um persónurnar sem í rökræðunum eru.
Umræðan í þjóðfélaginu er því miður víða á persónulegu nótunum, þar sem keppst er um að rægja fólk fram og til baka. Og akkúrat þannig upplifi ég umræðurnar á Alþingi. Þessar umræður minna frekar á ræðukeppni frekar en rökræður, enda margir þingmennirnir með ræðu-keppnis-þjálfun.
Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé komin tími til að leggja alfarið niður ræðukeppnislistina. Þar er einstaklingurinn þjálfaður í að tala af sannfæringu um málefni sem honum eru jafnvel mótfallin, allt í þágu þess að læra að buna út úr sér hverju sem þarf; fínasta þjálfun í að ljúga aðra fulla. Væri ekki nær að þjálfa einstaklinga í að hlusta á eigin sannfæringu og fylgja henni eftir í ræðu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2012 | 20:23
Íslenska þjóðin enn og aftur lúser....
....og þarf að blæða. Það má alveg eins búast við því að þetta séu með síðustu blóðdropunum sem eftir eru í æðakerfi þjóðarinnar.
Áhugavert verður að sjá hvað Landsdómurinn kostaði....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar