Færsluflokkur: Bloggar

Af hverju sagði mér enginn neitt?!

Það er sorglegra en tárum taki að hugsa til þess, hver margir ganga um með hrikalegan ótta og kvíða innra með sér sem afleiðingu ósagðra orða á yngri árum.  Þennan ótta og kvíða hefði mátt koma í veg fyrir með því að gefa gaum og tala saman. 

Þegar aðstæður barns breytast vegna skilnaðar, sjúkdóma eða annara þátta sem barnið hefur ekkert með að gera, þá er nauðslynlegt að gefa sér tíma í að setjast niður og skýra út fyrir barninu hvað er að gerast.  Þau eru engir kjánar.  Ef þetta er ekki gert, þá fer barnið að nota ímyndunaraflið og geta sér til um hvað er að gerast, og barn hefur engan veginn forsendnur til að gera það á réttan hátt.  Til að reyna svo að lifa þessar aðstæður af, kemur barnið sér upp varnarhegðun sem smátt og smátt verður því eðlilegt viðbragð við erfiðleikum síðar á lífsleiðinni, alveg ómeðvitað. Þetta kallast lærð hegðun. Síðan skiljum við ekkert í því sem fullorðið fólk af hverju við verðum óttaslegin, reið, kvíðin og þunglynd.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur gefið út þá spá, að árið 2020 verð þunglyndi orðið stærsta heilbrigðisvandamálið. 

Vöndum okkur við uppeldið og tölum við börnin, þau eiga það inn hjá okkur.....

 

depression.jpg

 


Sjálfstæðisflokkurinn er algjörlega kominn yfir í endurvinnslu (recycling).

Það er móðins nú til dags að stunda endurvinnslu, sem er í flestum tilfellum hið besta mál, enda full þörf á að nýta auðlindirnar til hins ýtrasta (reyndar alveg spurning hvort það fari mikil orka í að farga eða endurvinna). Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið endurvinnslustefnuna á næsta level og hafið markvissa endurnýtingu á mannafli.  Illugi Gunnarsson er tekin við embætti þingsflokksformanns...aftur... og svo er hún Þorgerður Katrín farin að vera einn af talsmönnum  Flokksins í fjölmiðlum....aftur.

 

Kannski er þetta spurning um sjálfbærni í lokuðu vistkerfi....

 

rollarecyclingmascot.png


Ríkið er dílerinn.

Reykingar. 2012. Passar ekki saman í mínum huga.  Við vitum öll að þær eru heilsuspillandi og dýrar bæði fyrir reykingarmanninn og samfélagið.  Af hverju er þá enn reykt?  Staðreyndin er að langflestir byrja að reykja í kringum 14-16 ára aldur.  Þá er maður algjörlega ódauðlegur, en á enga þörf sterkari en að vera samþykktur af félögunum.  Ef reykingar þarf til, þá er bara einni skellt í munninn og kveikt í.  Þörfin fyrir samþykkið er svo sterk, að þrátt fyrir óbragð og jafnvel vanlíðan, þá er sú næsta pís of keik.  Þá er komin á sjálfvirk hegðun sem er anskotanum erfiðara að rjúfa, bæði vegna líkamlegrar fíknar en ekki síður vegna félagslegrar fíknar.

Af hverju er ekki búið að banna þetta?  Þegar áhættuhópurinn er óharnaðir unglingar þá er þetta súrrealísk hugsun; Ríkið er að bjóða ungum þegnum sínum upp á að prófa með fullu leyfi (ekki tala um bannað innan 18, það virkar ekki hér frekar en á DVD myndum).  Tökum annað dæmi sem margir vilja meina að sé hliðstætt: Áfengi.  Á ekki líka að banna það þá?  Ég persónulega sé ekki samanburðarhæfnina.  Ef ég fæ mér eitt rauðvínsglas eða bjór, þá fer það ofan í minn maga og málið dautt.  Ef ég fæ mér eina sígarettu, þá neyðast allir í kringum mig til að reykja hana með mér.  Ósanngjarnt.  Vínneysla getur sannarlega farið úr böndunum, en það getur líka neysla á mat, tölvuleikjaspilun, golfiðkun......allt getur farið úr böndunum og trulfað fjölskyldulífið. 

 

Best er að sleppa því að byrja til að sleppa við að hætta....

hsc1532l.jpg

 

 

 

 


Hvað næst? Verða sjúklingar límdir saman eftir skurðaðgerðir?

Það mun aldrei ganga upp að reka tvö ríki í þessu landi;  Kapítalismi er í hávegum hafður, allir vilja eiga aðeins meira og nokkrir mest.  Endilega fá meira fjármagn inn í landið, stóriðju, markarðsöfl, fjárfestingarmöguleika, hjólhýsi, sumarhús, ferðalög erlendis....og listinn er langur.

En á sama tíma vilum við reka velferðarríki; allir með rétt til náms, heilbrigðisþjónustu fyrir alla, félagslegt stuðningskerfi fyrir þá sem ekki geta alið sér önn.  

Svo borgar miðstéttin brúsan fyrir allan hópinn og það dugar ekki til.

Sem sagt; Ég vil fá allt en vil ekki gefa neitt......

 

images_1168437.jpg


Ferðamannatekjurhvað?

Fín grein í dag í einhverju blaðanna um "meintar tekjur" af ferðamönnum (flottur frasi þetta með "meintar..").  Sífellt fleiri raddir innan þessa geira benda á að við erum að nýta illa þessa frábæru auðlind sem erlendir ferðamenn gætu annars verið.  Mikill fjöldi kemur með Norrænu á hverjum einasta degi, á drekkhlöðnum bíl af mat, bensíni, viðlegubúnaði, og bara öllu sem þarf til að upplifa þetta stórfallega og fjölbreytta land.  Síðan leggja ferðamennirnir bílunum sínum á afrétti eða bara hvar sem er og borga ekki krónu í gistikostnað.  En að sjálfsögðu eru þeir að skoða perlurnar, ganga um stígana, keyra um vegin, nota klósettin, losa rusl,.....o.s.frv.  Og hver borgar þá í rauninni brúsann af dvöl þeirra hérlendis?

 

There is no such thing as a free lunch.......

 

9500613-there-s-no-such-thing-as-a-free-lunch-cheese-in-a-mousetrap.jpg


Vinsamlegast leggið niður normalkúrfuna!

Ég bara skil ekki hvernig hægt er að troða fólki undir normalkúrfu.  Getur einhver sagt mér hvað er normal?  Í alvöru?  Fólk veður um eins og villuráfandi sauðir og veit margt hvert ekki í hvorn fótinn það á að stíga.  Geta jafnvel ekki svarað spurningunni; Hvað hefur þú mest yndi af?  Eða: Hvar liggja þínar sterku hliðar?  Það er frekar eins og mannskepnunni sé troðið inn í þessa normalkúrfu, og ef eitt stakið fellur ekki að norminu, þá er skellt eins og einni eða tveim greiningum á pappír svo hægt sé að koma stakinu undir eitt eða tvö staðalfrávik. 

 

Þetta er kannski einstaklingsmiðuð stefna.........?

 

010309-1504-statisticsn2.png


Af hverju er börnum kennt að afneita eigin líðan?

Hættu þessari fýlu!  Ekki vera svona reiður!  Hresstu þig nú við og burt með þennan svip!

 

Hvaða skilaboð eru þetta eiginlega sem börnunum eru send?  Allar tilfinningar eiga rétt á sér og við eigum ekki að koma því inn hjá næstu kynslóð að neikvæðar tilfinningar séu óæskilegar og skammastu þín svo!  Væri ekki farsælla að ræða þessar tilfinningar um leið og þær kvikna hjá börnunum og kenna þeim að horfast í augu við þær.  Af hverju líður mér svona?  Hver er raunverulega orsökin?  Er þetta eitthvað innra með mér, eða er þetta eitthvað ytra áreiti?  Hvernig ætla ég að bregðast við þessari tilfinningu svo hún verði mér ekki til trafala eða komi mér í erfiða stöðu? 

Það eru allt of margir sem fara í gegnum lífið án þess að hafa nokkrun tíman lært að horfast í augu við tilfinningar sínar og lenda í þeirri gryfju að telja sig fórnarlömb aðstæðna.  Í stað þess að lifa í sátt við alla tilfinningaflóruna, þá er stanslaust verið að leyta að skyndilausnum með þá von í huga, að í þeim felist gleði og hamingja.

 

Leitum ekki langt yfir skammt......hamingjan er nær en þú heldur......hapiness.jpg


Stóra Hörpumálið!

Spilað var á hörpu á meðan Róm brann.

Spilað var í Hörpu á meðan Reykjavík "brann"

 

Segi svona....

 

fiddling-while-rome-burns.jpg

 

 


Er ekki kominn tími á "Ómarsfoss"?

Það eru fáir sem þekkja landið eins vel og Ómar Ragnarsson.  Ötull landverndarsinni og hefur séð landið frá ýmsum sjónarhornum!  Hann færði okkur myndir af nýja fossinum í Steinholtsjökli í fréttum RUV 7. ágúst,  og mér finnst kominn tími til að hann fái sitt "monument".

Takk fyrir smitandi áhuga þinn á okkar fallega og fjölbreytta landi:

 

http://www.ruv.is/frett/nyr-foss-i-steinholtsjokli


..í framhaldi af síðustu færslu um hóphegðun homo islendicus:

Nú held ég að ég sé með skýringuna:  

Hugsum okkur einn árgang. Það gæti verið árgangur barnsins okkar, eða bara okkar eigin.  Allir í þessum árgangi byrja í skóla 6 ára og eiga að sitja jafnlengi í einu við það að læra sama námsefnið.  Síðan eiga þeir að taka sama prófið til að svo sé hægt að bera saman hvar allir standa í innbyrðis samanburði.  ER ÞETTA Í LAGI?!!!!    Hvernig getur þetta gengið upp?  Jú, þetta nefnilega gengur ekki upp.  Þess vegna er búið að "finna" að sumir eru lesblindir (sjá samt vel á blað og eru ágætlega talandi), aðrir með ADHD, einhverjir með Tourette, enn aðrir á einhverfurófi.  Finnst ykkur þetta í lagi?  Allir hafa einhverfa hæfileika og getu og því er bara sorglegt að hugsa til þess, hve margir fara inn í fullorðinsárin án þess að vita í hverju þeir eru góðir í eða hverju þeir hafa virkilega gaman af

Illa farið með mannauðinn......

 

unlockyourmind.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband