Andskotinn; þarf ég að gera allt?!

 

Þeir eru margir þroskaþjófarnir sem koma inn í líf okkar. Fólk er stjórnsamt og reynir að yfirfæra ótta sinn yfir á allt og alla í kringum sig með því að taka af okkur þann nauðsynlega þroska að leyfa okkur að taka ákvarðanir fyrir okkur sjálf.  Mamma og pabbi....voða oft erfitt að sleppa yfirráðum af ungunum; systkyni sem vita betur; makar.....þori varla að fara þangað sko.  Endalausir sjálfskipaðir ráðgjafar sem vita hvað okkur er fyrir bestu.  

Sum okkar eru reyndar það lánsöm að eiga styðjandi og uppörvandi fyrirmyndir sem leyfa okkur að reka okkur á og hrasa. Hjálpa okkur svo skilyrðislaust að standa upp og læra af því sem miður fór.  Þó eru það fleiri sem læra bara að skammast sín og að fela mistökin, jafnvel ljúga eða koma sökinni hreinlega á aðra.  Allt til að líta úr fyrir að vera alveg með þetta á hreinu. Á endanum þorum við varla að hlusta á né treysta eigin innsæi og leitum stöðugt til annara með okkar eigið líf. Eins og aðrir viti eitthvað betur hvað okkur sjálfum sé fyrir bestu.

Vá hvað þetta er sorglegt!  Það er nefnilega þannig, að þegar við verðum fullorðin þurfum við að gera allt sjálf. Allt...þá meina ég að taka ábyrgð á okkur. Þessi ábyrgð nær yfir heisufarið, samskipti, samábyrgð, skuldbindingar, heiðarleika, virðingu (fyrir fólki og umhverfi), traust....  Við bara getum ekki ætlast til að fá að vera börn að hluta sem svo aðrir eiga að sjá um að uppfylla þarfir fyrir.  Held nefnilega að hver og einn hafi alveg nóg með sjálfan sig og nenni ekki alveg að setja sig nægilega inn í líf annara til að geta verið besti ráðgjafinn.

Þetta er ekkert skammarblogg. Alls ekki. Ég nenni oft ekki að vera fullorðin og taka ákvarðanir og borga reikninga og bera ábyrgð og standa við skuldbindingar. En það bara er ég sjálf sem tók þessi verkefni að mér sem ég lifi og hrærist í og ef ég nenni ekki....þá líklega verð ég að fækka þessum verkefnum...

 

Já ég þarf að gera allt...sem ég vel inn í mitt líf.....

 

Act-like-an-adult-not-a-grown-up-Kent-Healy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband