Færsluflokkur: Bloggar
7.3.2012 | 11:08
Af hverju afþakka aðstandendur líffæragjöf?
Nú liggur fyrir á alþingi tillaga um að líffæragjöf sé framkvæmd nema sótt hafi verið um synjun.
Ég fagna þessu, því mér er ómögulegt að skilja forsendur þess að aðstandendur hafni líffæragjöf. Mér liði voða vel ef ég gæti gagnast einhverjum eftir dauða minn. Eflaust yrði þetta mikilvægasti greiðinn sem mér hlotnaðist að gera, að geta bjargað mannslífi.
Gleymum samt ekki að gera góðverk á meðan við erum ennþá hérna megin.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2012 | 10:53
Landsdóminn í hrunahúsið....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2012 | 15:11
Borgarferð með lágmarkskostnaði
Ég er alltaf að græða. Klæddi mig í þokkalega vatnsheldan fatnað og settist upp í bílinn í Hafnarfirðinum ásamt mínum heittelskaða til 25 ára, og keyrðum sem leið lá niður í miðbæ Reykjavíkur. Með því að leggja bílnum í bílastæðahúsinu í Kvosinni hófst Borgarferðin formlega. Það er eitthvað svo útlenskt að leggja í bílastæðahúsi....Við spásseruðum um miðbæinn, duttum inn á kaffihús, týndum okkur í túrista-og hönnunarbúðunum. Ég fylltist von og gleði í mínu litla brjósti þegar ég sá vitnisburð um dug og þor íslenskra hönnuða. Það þarf kjark til að koma hugmynd í gegnum fæðingu svo úr verði söluhæf vara. Húrra fyrir hugviti!
Notaði tækifærið og spjallaði við nokkra sem standa vaktina í þessum krúttlegu og fallegu verslunum, og voru allir sammála um að túrisminn væri í fullum blóma. Enda var mikið líf í miðbænum þennan vota þriðjudagsmorgunn.
Og ég græddi...eða kannski frekar sparaði mér flugfarið, en fékk engu að síður frábæra borgarferð.
Munið svo að brosa elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2012 | 19:50
Innblástur, í orðsins fyllstu merkingu...
Já, ég sit yfir verðurfréttunum á RUV og nú blæs hressilega þessa dagana. Er þetta ekki bara í samhengi við blásturinn í þjóðfélaginu? Ég kýs nú samt frekar vindstigin en hitt rokið...
Ég vildi óska þess að hægt væri að hverfa "back to the basics". Mannskepnan þarf að hafa ákveðna grunnþætti í lagi og þá myndast svigrúm til að beina lífsorkunni til uppbyggilegra nota, í stað þess að ganga um með sífellt innra heilablaður um hvernig komast eigi af. Grunnþarfirnar tel ég vera; matur, húsaskjól, heilbrigðisþjónusta og menntun. Við eigum nóg til að sinna þessum málaflokkum svo vel sé, en getum það ekki þar sem aurarnir flæða um allt of marga hliðarsprænur. En mér skilst að þetta sé ekki svona einfalt...
Þess vegna er ég alvarlega að hugsa um að hætta að berjast við vindinn og snúa mér að uppbyggilegum hugðarefnum. Slökkva á fréttunu, afþakka blöðin, breyta upphafsíðunni á netinu, hætta að kjósa...þetta virðist ekki hafa skilað mér neinu hingað til.
Hvað er þá hægt að gera? Við erum með svo fín skilningarvit sem hægt er að næra að ég hef engar áhyggjur af aðgerðarleysi. Farin að lesa....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar