28.12.2016 | 21:16
Hver er þinn keppinautur?
Ég er keppnis. Hef alltaf verið það. Fyrstu áratugi ævi minnar skilaði þetta keppnisskap mér sigurtilfinningu sem ég taldi vera hamingju; varð rosa kát yfir góðum einkunnum, prófskírteinum, hrósi fyrir frábært verk, bætingu á tíma..... Samt aldrei alveg sátt af því ég vildi meira...og meira... Veit í dag að ég var ekkert annað en fíkill á eigin dópamínvímu.
Ég er svona ennþá í dag, 52 ára. Finnst gott að vinna svona sigra og finna til gleði. En. Þetta er ekki það sem gefur mér tilfinninguna af því að vera sátt og hamingjusöm og finna innri ró. Þessi tilfinning er ekki sterkur grunnur fyrir góða sjálfsmynd hvað mig varðar. Stundarfró sem líður hjá.
Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á því, að ég var í eilífum samanburði við ytri norm að ég skildi af hverju ég var aldrei sátt; mér var kennt af samfélaginu, skólakerfinu og af uppalendum að bera mig í sífellu saman við hina. Hvað fóru þeir langt..hvað fengu þeir í einkunn...hvaða þetta og hitt. Takandi inn í dæmið að við erum ca 7.5 milljarðar þá er nokkuð ljóst að ég mun aldrei vinna Þvílíkur léttir að átta sig á þessu!
Nú keppist ég ekki við neitt annað en að vera á hverjum degi betri manneskja en ég var í gær (tekst ekki alltaf enda hjólfarið helv... djúpt). Ég set mér gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi til að gera skilgreint á hverju ég vil byggja sjálfmynd mína og leitast við að hafa hana í fókus á hverjum degi. Það er það eina sem getur gert mig hamingjusama; að vita hvað ég er og hvað ég vil og fara stöðugt en rólega eftir því með þolinmæði og umburðarlyndi. Umbyrðarlyndi af því að ég dett oft á rassgatið.
Það er nefnilega gefandi og gaman að keppa við sjálfan sig því ég set reglurnar.........
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.