30.6.2016 | 23:17
Mér er ekki sama um álit annara.
Rosalega súrt að viðurkenna þetta. Vil nefnilega helst trúa að ég sé svaka sjálfstæð og svöl. Er samt alveg pínulítið (mikið) skrítin stundum, fer mínar leiðir og upplifi mig jafnvel einstaka sinnum sem einfara...eða bara geimveru á röngum hnetti. En það gerið þið stundum líka, alla vega sum....
Staðreyndin er, að það liggur djúpt í arfleið mannkynsins að þurfa viðurkenningu samfélagsins sem viðkomandi býr í. Við sem göngum jörðina núna erum nefnilega afkomendur allra þeirra sem voru "háðir" sambýli og samþykki annara. Hinir, sem ekki þurftu á örðum að halda og fóru sínar leiðir sem einfarar áttu einfaldlega ekki afkomendur og þar með hvarf sú arfleið. Til að lifa af þurfti hópurinn að vilja hafa þig með, og til að fá að vera með þurftir þú að leggja eitthvað til hópsins sem gagn var af og hópurinn samþykkti.
Þetta mynstur stýrir okkur enn þann dag í dag; líklegast eitt sterkasta stýriafl mannlegrar hegðurnar. Börn streða fyrir samþykki foreldramna, við leitum eftir samþykki verðandi maka, við reynum allt til að ná árangri í vinnunni, íþróttum...o.s.frv.. Það er ekkert óeðlilegt við það.
Okkur finnst nefnilega sárt að standa fyrir utan...........
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 50251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.