Ég skil ekki samfélagið sem ég bý í.

 

Ég er ekki barnaleg.  Ég er ekki einföld. En ég skil ekki....

Ég hef einn líkama sem á að duga mér þar til ég dey og til að fara vel með hann veit ég hvað þarf til;  Vera ábyrg og næra hann vel með góðri fæðu og hvíld. Af því ég bý á Íslandi, þá þarf ég líka húsnæði sem er hitanlegt og skjólgóðan fatnað.  Ekki verra að hafa ágætis faratæki sem skilar mér slysalaust milli staða.  Til að þrífast andlega þarf ég að hlusta á líðan mína og fara vel með mig. Ég þarf að sinna samferðafólki mínu og gæta þess að sýna þeim virðingu og kærleika án þess að krefjast þess á móti.  Það kemur sjálfkrafa ef ég er sönn og heiðarleg.

Þess vegna skil ég ekki þessa umræðu um eignarhald, skattaskjól, aflandsfélög, fjárfestingaleiðir......

Ég skil ekki til hvers að safna svo miklum eignum að þegar ég dey, þá mun ég skilja það allt eftir mig. Eða mun ég þá kannski deyja sáttari?

Ég skil ekki af hverju ein manneskja getur með góðri samvisku grætt svo mikið að það kostar aðra manneskju aleiguna.  

Ég skil ekki hvernig vinnuframlag einnar manneskju getur skilað milljónum meiri eigum en vinnuframlag annarrar. Við þurfum öll á framlagi hvors annars að halda, eða er það ekki? Þjóðfélag er tannhjól sem er hlekkjað saman í vél.

Ég skil ekki af hverju fyrirtæki/lánastofnanir svífast einskis við að hirða krónurnar af sumum til þess að eigendur þeirra geti skilið meira eftir sig. Eða erum við hræætur?

 

Þetta er svo sem ekkert nýtt í sögunni; maðurinn er ógeðslega grimmt dýr.  Okkur á að vera gefin skynsemi og tilfinningar, en það er bara eins og tegundinni hafi ekki tekist að temja sig.  Hömluleysi, græðgi, grimmd og umburðarleysi. Þetta er val.  Það er hægt að velja auðmýkt, skilning, umburðarlyndi, hógværð, samkennd....

...það er nægt rými og nægur auður svo allir getir lifað sómasamlegu lífi. 

 

Ég skil ekki mína eigin tegund............

 

067863-3d-glossy-blue-orb-icon-alphanumeric-equal-sign

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband