19.9.2015 | 12:59
Dyggð 21. Leikgleði
"Þú hættir ekki að leika þér af því þú eldist; þú eldist af því þú hættir að leika þér"
Horfðu á barn í leik; það er hvergi annars staðar í huganum en akkúrat í sandhrúgunni, legókubbnum, trélitnum..... Hvar erum við? Í fjárhagsáhyggjum? Í samskiptavanda? Í vinnunni? Í framtíðinni? Í fortíðinni?
Ég er ekki að gefa í skyn að detta eigi í botnlaust kæruleysi og huga ekki að ofangreindum þáttum, því vissulega þarf að gangast við þeirri ábyrgð og þeim skuldbindingum sem við sjálf veljum yfir okkur. En stanslaus flótti frá því að njóta þess bara að vera til í augnablikinu leiðir okkur í öngstræti vanlíðunar, örvinglan og jafnvel beint eða óbeint í dauðann.
Við þurfum að gæta þess að skammta okkur með þeim meðölum sem okkur voru gefin í vöggugjöf; öll þau vellíðunarhormón sem við getum framleitt og rjúfa líkamlegan og andlegan vítahring vanlíðunar og verkja. Og auðveldasta leiðin er að leika sér. Hvað finnst þér gaman? Ég er ekki að spyrja þig hvað maka þínum finnst gaman, eða börnunum, hvað þá vinunum, heldur hvað gleður ÞIG. Ef leikurinn vekur ekki tímalausa gleði innra með þér þá er þetta ekki það sem þú vilt.
Ef það reynist erfitt að benda á hvað vekur leikgleðina, staldraðu þá við minningar úr bernsku; hvað hafðir þú gaman af sem barn og hvað sóttir þú í? Ég er ekki endilega að segja að rjúka eigi út í búð og kaupa lego ef það var málið, heldur uppgötva hvað var við legóið sem hægt er að heimfæra á heppilegan leik í dag; leik sem hægt að koma fyrir í aðstæðum þínum. Eitthvað hliðstætt. Það er nóg af að taka og framboðið takmarkast bara af eigin huga.
Týnum ekki því sem er innra með okkur; leikgleðin er lífsnauðsynleg........
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 50193
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.