Dyggð 20. Einlægni.

 

Einmannaleiki.  Faraldur nútímans.  Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að í borgarsamfélagi nútímans þar sem úir og grúir af fólki, samgöngur eru auðveldar, samskipti gerast í gegnum fjöldan allan af miðlum og gerast á leifturhraða, þá hefur mannkynið sjaldan eða aldrei glímt við jafn mikinn einmannaleika og einmitt í dag. 

Flestir hljóta að hafa upplifað að vera einmanna einhvern tímann á ævinni. Sumir eru jafnvel stöðugt einmanna, þrátt fyrir að eiga fjölskyldur, maka eða börn.  Það er svona "ég er eins og geimvera héra" eða "ég bara næ ekki öðru fólki" eða "það er enginn sem raunverulega skilur mig".....ég kannast alla vega við þetta.  

 

Til að sigrast á einmannaleika held ég að við þurfum að temja okkur einlægni.  Að tala í einlægni um líf okkar og líðan, en á sama tíma að hlusta í einlægni á náungann sem vill deila lífi sínu og líðan.  Við erum nefnilega 7.1 milljarður sem lifum á jörðinni og það er því mjög líklegt að einhver skilji mig....hafi farið í gegnum það sama.....geti speglað mig og deilt með mér.  Þannig opna ég mig fyrir fólki og einmannaleikinn hverfur. Enginn vill vera einmanna né óhamingjusamur, en ef við lokum okkur af og gerum okkur að geimveru erum við beinlínis að kalla yfir okkur einmannaleika. Vissuelga er til fólk sem særir eða meiðir, en ef við leyfum þeim hópi að brjóta okkur niður þannig að við skellum í lás, þá erum við í leiðinni að koma í veg fyrir að þeir sem eru okkur velvilja nái inn.  

 

Við erum öll meira og minna að fást við það sama...tölum saman af einlægni......

 

sincerity_definition

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 50193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband