Dyggð 19. Uppgjöf

 

Hvernig getur uppgjöf verið dyggð?!!

Ég er ekki að tala um að gefast upp í þeim skilningi að hætta við verkefni eða áskorun af því ég nenni ekki, eða af því ég þarf að gera eitthvað erfitt.  Alls ekki.

Stóran hluta lífs míns hef ég verið að skipuleggja, forgangsraða, mæta, raða, velja, ákveðja, stjórna.  Hef notað tímann og haft skýr og tímasett markmið.  Klárað þau.  Náð þeim.  Fundið ný. Náð þeim. Sprengmóður smalahundur.....

Svo brann ég yfir.  Varð ofurþreytt og missti spilin á gólfið.  Óreiða. Örvinglan. Stjórnleysi.  Hvað gerir maður þá?

Ég veit það núna.  Get náttúrulega bara talað fyrir mig, en þar sem ég tilheyri tegundinni "maður", þá getur verið að það sama geti gagnast þér.  Ég ákvað að fara í uppgjöf.  Ég dró mig í hlé og hætti að horfa á allt sem ég gat ekki lengur ráðið við og fór þess í stað að leyfa lífinu bara að koma.  Aðeins að láta af stjórninni og sjá hvað kæmi upp í hendurnar á mér.  Það var samt ekki auðvelt, því ég kann svo vel að gera akkúrat andstæðuna. Með tímanum fór ég að sjá að þessi ofurstjórn var eiginlega bara blekking.  Hún var væntingar sem stóðust að mestu en þeim fylgdu líka oft vonbrigði ef ekki gekk eins og ég vildi.  Það vill nefnilega svo til að ég er ekki eyland.  Í lífinu eru aðstæður og fólk sem hafa áhrif á gang mála og ég get aldrei tekið þau óvæntu áhrif með inn í mín plön.  Það er ekki mitt að stjórna örðum eða stýra þeim þannig að þeir lagist að mínu plani.  Því það er þá sem fer að myndast togstreita;  innri togstreita því hlutirnir eru ekki eins og ég vildi að þeir væru, og ytri togstreita af því að samskiptin urðu ekki eins og ég vildi að þau væru.  Einkaleikritið mitt truflað af öðru fólki!  

Sorglegt en líka hjákátlegt.  Þess vegna lifi ég núna í uppgjöf;  tek fagnandi því sem kemur upp á hlaðborð lífsins og vel af kostgæfni það sem ég finn að hentar mér en þó þannig að það valdi mínum nánustu ekki skaða eða leiðindum.  Nota innsæi mitt til að "máta mig" í aðstæðurnar áður en ég vel, og ef ég vel rangt, þá má skila og velja annað.  Það er nefnilega leyfilegt að skipta um skoðun; gefast upp ef valið er slæmt og segja bara "hingað og ekki lengra, ég ætla að hætta og snúa mér að örðu".

 

Lífið þarf nefnilega ekki að vera stöðugt streð; það kemur hvort sem er.......

 

white_flag_surrender

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 50193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband