Ertu svampur?

Stundum líður mér undarlega í návist fólks. Stundum líður mér illa í návist fólks. Stundum rosalega vel....  

Það tók mig mörg ár (nánast 50) að uppgötva að ég væri meðvirk; of oft leið mér eiginlega eins og þeim, sem ég umgekkst.  Ef streita var til staðar varð ég trekkt.  Ef mikil gleði ríkti lyfitist ég upp.  Að sama skapi varð ég niðurdregin ef stemningin var þung.  

Ég var eins og svampur sem drakk í sig tilfinningalega stöðu þess sem var í kringum mig. Var sýkt af tilfinningasmiti.  

Engum líður vel í svona rússibana, en það er ekki sjálfgefið að maður átti sig á þessu ástandi, því þetta er kannski "normið". Þess vegna skildi ég ekki alveg af hverju mér leið svona allskonar og var eins og íslenska verðurfarið suma dagana! 

 

Aldrei aftur takk.  Það er nefnilega hægt að ná stjórninni; ráða sínum tilfinningum, sínum viðbrögðum, sinni líðan.  Ég á ekki reiði annarra, né sorg, streitu, kvíða......ég get bara átt mínar eigin tilfinningar og á nóg með þær :-)

Þetta þýðir samt ekki að ég eigi ekki til samkennd.  Þvert á móti, þá get ég skilið að viðkomandi er eins og hann er af einhverri ástæðu og mitt er að halda minni ró. Á þann hátt get ég haft jákvæð áhrif og stutt eða ljáð eyra, án þess að setja sjálfa mig um borð í einhvern rússíbana sem einhver annar á.  

 

Ég ætla gæta þess að vera ekki inni í hausnum á örðum......

 

images (1)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 50193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband