Ég "snappaði"

Ég er hætt á snapchat.  Bara lokaði og einhverjir urðu undrandi, öðrum sk..sama.  En svo leið það hjá....

Einn daginn var eins og ég gengi á rafrænan vegg;  var bara alveg á milljón við að taka á móti alls konar "kling" og "pop" í símanum mínum og fann fyrir óróleika í hvert sinn sem hann kom með tilkynningarhljóð.  Er sem sagt einhver tilkynningarskylda allra sem ég þekki?  Nei auðvitað ekki.  Ég settist niður og íhugaði vandlega hvað væri eiginlega í gangi.  

Þessir flöldamörgu "áreytismiðlar" eru ágætir ef vel er farið með og þess vegna held ég að við þurfum að ígrunda hvað við viljum fá út úr þeim áður en við hlöðum þeim niður:

  • Ræð ég við áreytið sem fylgir án þess að detta í óróleika og athyglisbrest?
  • Hvaða tilgangi þjónar "appið" mér; hvað vil ég fá út úr því?
  • Hef ég stjórn á notkun minni eða fer hún út yfir mín velsæmismörk?
  • Er ég nógu "ómeðvirk" til að taka ekki persónulega því sem einhver mögulega kastar í mig?

Sem sagt; henti út nokkrum svona samskiptaforritum.  Eingöngu vegna þess að ég sá ekki tilganginn með notkun þeirra.  Það er engin forpokaleg forræðishyggja í gangi hjá mér, heldur fremur vangaveltur um hvort það þurfi að háma í sig allt því sem fundið er upp í rafrænum samskiptamiðlum.  Gott að prófa, en það þarf ekkert að vera með allan lagerinn í gangi enda hefur heilinn ekki þróast í takt við offramboðið á þessum nýju samskipta- og upplýsingaleiðum.  

 

Það er nefnilega allt í lagi að smakka, en maður þarf ekki að gúffa öllu í sig sem í boði er........

 

app

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 50193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband