tillögur að bættri þjóðarsál.........

Ég held að við séum föst í vítahring, eiginlega "mind loop" (verður héðan í frá kölluð þráhyggja) sem virkar eins og hringiða og sogar þjóðarsálina neðar og dýpra.  Og það sérkennilegasta er að það er eins og "við" viljum sogast þangað niður, af því að "allir" eru að fara þangað..... Það er svo sem ekkert að hjarðhegðun, bara ef hún er ekki skaðleg.  Við erum félagsverur og lærum af þvi sem fyrir okkur er haft, enda erum við afkomendur þeirra sem héldu sig saman í hellum og lærðu að þrífast á samvinnu (einfararnir fjölguðu sér ekki; voru nefnilega einir).

Þessi þráhyggja felst að mestu í þeirri hugsun að maður eigi að vera á einhvers konar línulegri braut í lífinu og við eyðum gríðarlegri orku í að velta okkur upp úr hvernig halda eigi sér á línunni.  Þessi lína er nokkur veginn:  fæðast-leikskóli-grunnskóli-læra staðlað í samkeppni við þann næsta-framhaldsskóli-(háskóli)-maki(getur dottið inn fyrr)-vinna-börn(geta dottið inn fyrr/seinna)-hús-endurmenntun-(sumarhús)-barnabörn-ristilspeglun-vinnulok-afþreying(hægðu nú á þér)-elliheimili/þjónustuíbúð-endir.  Það er hellings svigrúm fyrir persónuleg blæbrigði sem við nýtum okkur mismikið; utanlandsferðir, fjallgöngur, iron man, bútasaumur, golf (er reyndar næstum hjarðhegðun...) o.s.frv..   

Þá kemur að því sem ég tel aðalmeinsemdina:   Við berum okkur saman!!!  Á þráhyggjukenndan hátt.

Samanburður felst í "minna en" og "meira en".   Afleiðing samanburðar er því að einn er betri/meiri og hinn þá verri/minni.  En af því það er svo sárt að lúta í lægra haldi og eins að halda meintu forskoti, þá erum við stanslaust í vörn eða sókn.  Við verjum af hverju við þurfum að vera betri og við verjum af hverju við erum ekki betri.  Skítt með persónulega hæfni eða áhuga, því sorglega staðan er sú, að of margir hafa ekki beint hugmynd um hvað þeir raunverulega vilja með lífið sitt.  Vinna mín með fólk (og sjálfa mig) hefur kennt mér að stórum hluta tímans eyðum við í að fylgja því sem samfélagið og uppalendur hafa stimplað inn í kollinn á okkur hvað eigi að keppast að.  Og hvernig í ósköpunum getur þetta leitt til ánægju, friðsældar og hamingju?  Að vera í sífelldri vörn eða sókn skapar átök, óróleika, jafnvel biturð og hatur.  Lesið bara kommentakerfin; horfið á fréttirnar; hlustið á innhringiþætti útvarpsins.  

 

Nokkrar einfaldar tillögur til úrbóta (ekki auðveldar, ég veit):

 

  • Hlöðum færri verkefnum á okkur. Þá myndast rými til að hugsa um hvað við sjálf stöndum fyrir og hver okkar geta og vilji er í þessu lífi.                                                                                                 
  • Hlöðum færri verkefnum á börnin okkar.  Þau þurfa ekki að læra að vera óróleg og sífellt að hlaupa í skipulagða dagskrá mótaða af öðrum. Leyfum þeim að dunda sér við það sem þau vilja sjálf.  Þannig eflast þau í eigin verðeikum.                                                                                                                                                                                                                           
  • Spyrjum okkur reglulega hvað vantar í augnablikinu.  Oftar en ekki kemur svarið á óvart...                                                                                                                                                     
  • Tökum eftir öðru fólki.  Horfum út fyrir okkur sjálf og þá sjáum við að allir vilja heilsu og hamingju. Við getum gert heilmikið með því að hlusta og sýna raunverulega samkennd.  "Pay it foreward" er ekkert bull.                                                                                                                                                                                                                                                                
  • Taktu eftir hvar þú ert í vörn og hvar þú ert í sókn.  Þannig er hægt að losa sig út úr innri átökum.  Við eigum ekki að þurfa að sanna eða verja tilvist okkar.  En ef við erum að því, þá er eitthvað sem stangast á við raunveruleg gildi okkar.                                                                                                                                                                                                              
  • Spurðu þig á hvaða forsendum þú gerir það sem þú gerir.  Er það af ánægju, eða flótta/fíkn, eða af því "allir gera það"?  Oft áttum við okkur ekki á rót vansældar eða óhamingju og í stað þess að vinna með þessar tilfinningar þá hlaupum við undan þeim í alls konar hegðun.  En vandinn er bara, að tilfinningasúpan fylgir okkur alltaf....og við festumst í vítahring.

 

Þetta er auðvitað enginn sannleikur, heldur mínar vangaveltur.   Því ég fann fyrst sátt og innri hamingju þegar ég hætti að þurfa að sanna eða verja hver ég er..........

 

download

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 50193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband