Hvað er gagnslaus vitneskja?

 

Pæling;  Ég lærði heilmikið í dag.  Sat áðan og hugleiddi hvaða gagn ég hefði haft af þekkingaröflun dagsins og stóð mig að því að flokka hana í tvennt;  Gagnleg þekking og gagnslaus þekking.  Hér er niðurstaðan (sem ég er síðan búin að endurmeta og tek saman í lok þessa bloggs):

 

 

1. Gagnleg þekking.

 

  • Vaknaði út frá óþægilegum draumi sem hefur bitið mig öðru hvoru.  Gaf mér tíma til að liggja upp í og hugsa um hann í stað þess að rjúka fram úr og byrja rútínu mánudagsins.  Fattaði samhengið; þegar ég er undir álagi og leyfi því að ná tökum á mér, þá dreymir mig sama vonda drauminn. Lærdómur; ekki trassa að slaka á, hugleiða, hreyfa mig og gæta að svefninum.
  • Er í tiltölulega nýju starfi og er ekki orðin rútineruð. Vinn með lífsýni sem er ekki hægt að bæta ef ég klúðra.  Var sybbin og þurfti því að einbeita mér harðar og fann að ég var þreytt. Ekki gott.  Lærdómur; sama og að ofan.
  • Í samtali við besta vin minn fann ég, að þrátt fyrir aldur, reynslu, áföll og þroska,  er enn haldin ótta við höfnun (sem er einstakt eða.....?).  Þess vegna vil ég alltaf gera allt svo svakalega vel og passa að öllum líði svo vel og séu svo glaðir.  Veit betur, en dett í þetta þegar ég er þreytt.  Lærdómur; sama og að ofan.

 

  

2. Gagnslaus þekking:

 

  • Lærði að eini munurinn á gleri og kristal er, að í blöndun glers er notað kalk en í blöndun kristals er notað blý.  Jei, gott að vita þegar maður ætlar næst að kaupa glas.... er betra að drekka úr kalkblöndu eða blýblöndu (svo ekki sé talað um verðmuninn)?
  • Lærði að QWERTY-lyklaborðið sem við þekkjum öll í dag var fundið upp af ritstjóranum Christopher Scholes 1873.  Það var allt öðruvísi í upphafi, en færir ritarar fóru svo hratt, að það var sífellt að flækjast og því var hönnuninni breytt eftir tíðni notaðra stafa.  Vííí, gott að vita. Sérstaklega þegar ritvélar eru ekki lengur í notkun.
  • Lærði að 1443 var hannað úrverk á Ítalíu sem gekk rangsælis (hefur ábyggilega verið kallað réttsælis þar).  Þetta var almennt viðurkennt til tímamælinga og má finna slíkt eintak á Dómkirkjunni í Flórens.  Lærdómur; hver segir hvað er rétt og hvað er rangt?!  

 

 

Þegar ég "hlusta eftir" hvernig mér líður við að velta fyrir mér lærdómi dagsins, þá tek ég eftir að þessi gagnslausi vekur með mér meiri kátínu.  Ég veit auðvitað að það er afar þakklætisvert að læra á sjálfan sig og horfast í augu við það sem betur má fara.  Það er betra "in the long run".  En ég get nú ekki sagt að ég hafi brosað breitt við að horfast í augu við höfnunaróttann.  Eða að þurfa að hægja á mér og sofa meira.. Ég get aftur á móti brosað út í annað við að fatta þetta með klukkuna. Það segir mér t.d. að það er ekkert til sem heitir að vera eðlilegur.  Ég ræð því bara alveg sjálf hvernig ég vil vera, svo framarlega sem ég særi engan með því.  

 

Niðurstaða: ég ætla að gera meira af því að afla mér gagnslausrar þekkingar...... 

 

Nothing-Happened-Laminin-Solutions-Information121blog-ID-18492-300x300

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 50193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband