17.3.2014 | 19:59
Ekki bíða eftir að lífið verði betra; gerðu það gott núna.
Þetta verður æðislegt þegar ég hef lokið prófinu/lést um x kíló/flutt í betra húsnæði/losað mig við makann/keypt bílinn/borgað skuldina/blablablabla.... Trúir þú þessu virkilega? En hvað ef lífið verður bara verra af því að eitthvað nýtt og erfitt gerist síðan? ÚPS!
Það þarf ekki mig til að endurtaka þá gömlu tuggu að lífið er núna og þetta augnablik er víst það eina sem er raunveruleikinn. Fortíðin liðin og framtíðin óljós ímyndun. (Hef skrifað þetta í örðu hvoru bloggi að ég held).
Sem sagt, þá lifum við eiginlega tvenns konar tilveru; ytri og innri. Þessi ytri er allt þetta sem við gerum fyrir utan okkur og er sýnilegt örðum; vinnan, afrek, veraldlegar eigur, samskipti o.s.frv. Sá innri er síðan allt sem við upplifum innra með okkur; tilfinningar, hugsanir, eða sem sagt upplifun okkar af okkur sjálfum. Það liggur í augum uppi að enginn getur vitað hver okkar innri raunveruleiki er, því við erum soddan snillingar að sýna út á við það sem viljum að aðrir sjái (sem er undarlegt, og hljómar eins og við séum að skammast okkar fyrir okkur sjálf..). Við gerum það með því að búa til ytri veruleika sem rímar oft á tíðum við þá staðla sem ríkja í þeim samfélagshópi sem við teljum okkur tilheyra. Við setjum okkur markmið til að ná þessum "stöðlum" og höldum fast í þá blekkingu að þegar markmiðinu verði náð, þá verðum við hamingjusöm og lífið loksins umbuni okkur með sælu. En svo verðum við kannski bara ekki hamingjusöm, því það kom eitthvað annað sem vantar líka og þá verðum við hamingjusöm....ábyggilega. Svona verðum við eins og hundar að eltast við eigið skott og skiljum ekkert í því hve þreytt og óróleg við erum.
Þar kemur að hinum innri raunveruleika; viðhorfum okkar til lífsins, verkefna þess og okkar eigin sjálfsmyndar. Ef við erum okkur sjálfum samkvæm og lifum hinu "ytra lífi" í samræmi við "hið innra", þá losum við okkur við togstreitu og hið blekkingarkennda leikrit sem annars skapast. Þannig náum við að hvíla róleg í hverju augnarbliki og lærum að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Í stað þess að einblína endalaust á markmiðin, þá förum við að njóta þess að vinna að þeim, skref fyrir skref, andartak fyrir andartak.
Staðreyndin er nefnilega sú, að öll ytri markmið eiga á hættu að mistakast; við ráðum ekki alltaf algjörlega við aðstæður og allt í heiminum er jú fallvalt. En með því að vera í fullri sátt við andartakið og lífið eins og það er, þá skiptir hið ytra ekki svo miklu máli; við lærum bara af "mistökunum" og höldum áfram að lifa.
Þetta er allt hér og nú, það þarf bara að opna hugan til fulls......

Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir Sigríður,þú ert ágæt.
Ég fékk nýlega hjálp við félagsfælni sem hefur þjakað mig mest alla æfinna. Ég fór á námskeið þar sem okkur var sýnt frammá að villu- hugsanir stjórnuðu lífi okkar. Svona rétt eins og þú ert að skrifa um. Þessi" fælni " hefur verið stór liður í lífi mínu og einangrað mig í umgengni við annað fólk. Nú líður mér mikið betur og er ánægður með tilveruna .En félagshegðun mín hefur ekkert breyst :)
Snorri Hansson, 18.3.2014 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.