"Hlauptu manneskja, hlauptu!!"

Ég upplifi þessa dagana svo mikila þreytu og eiginlega bara almenna vanlíðan hjá svo mörgum. Bara hjá svona ósköp "venjulegu" fólki sem er að lifa ósköp "venjulegu" lífi.  Allir einhvern veginn að reyna að lifa af í stað þess að lifa lífinu, kannski jafnvel án þess að vera sérstaklega meðvitaðir um vanlíðunina beint.  En engu að síður bera sig vel;  "bara hress sko", "nóg að gera og svona", "jú jú, bara allt gott".   Samt vantar einhverja sannfæringu í orðin, eins og eitthvað sé ekki alveg eins og sagt er......

Ég þekki þetta alveg; hef sagt þetta ótrúlega oft sjálf og jafnvel látið eins og eitt bros fylgja með í kaupbæti.  Bara til að koma alveg í veg fyrir að umræðan fari eitthvað dýpra og ég þurfi að segja hvernig mér líður í alvörunni.  Enda hverjum er ekki sama.  Og hvað á viðkomandi eiginlega að gera við mína líðan svo sem?   

Af hverju erum við mörg hver svona þreytt eða lúin?  Vissulega getur lífið verið snúið og jafnvel erfitt. Við sjálf komum okkur í alls konar verkefni og drögum okkur inn í aðstæður sem við vitum ekki fyrirfram hversu þungar verða.   Það er algjörlega á okkar eigin ábyrgð og þar af leiðandi engum um að kenna.  En svo eru það atburðir sem við köllum ekki beint yfir okkur líkt og veikindi, atvinnumissir eða áföll af ýmsum toga.  Við erum misvel í stakk búin að takast á við þessi verkefni allt eftir því hvernig lífið hefur mótað okkur.  

Þá kemur að fyrirsögninni:  "Hlauptu manneskja, hlauptu!".  Það er nefnilega það sem allt of mörg okkar gera þegar tilfinningarnar innra með okkur verða óþægilegar.  Meira að segja fagfólk á það til að ráðleggja okkur að hlaupa í burtu frá óróleikanum!.  Fara í skóla, skipta um vinnu, skreppa á námskeið, blablabla.....  Þetta er fínt til að dreifa huganum og fá útrás.  En þurfum við virkilega að dreifa huganum þegar okkur líður ekki nógu vel?  Er ekki nær að hægja á sér og reyna að róa og kyrra hugann og hvíla þreyttan líkamann?  Ég hef aldrei vitað til þess að lélegar rafhlöður séu til neins gagns, og því skil ég ekki af hverju við þurfum sífellt að gera meira og fara víðar þegar rafhlöðurnar okkar stefna í að tæmast.  Það er einhvern veginn eins og manni sé innprentað að flýja vondar tilfinningar og leyfa óróleikanum að taka völdin.  Hafa nógu andskoti mikið að gera til að vera ekki meðvitaður um mögulega vanlíðan.  

Ég sting upp á að fækka verkefnunum, fara aðeins hægar í umferðinni, taka aðeins minna á í ræktinni, liggja upp í sófa reglulega, láta sér "leiðast" (það er nefnilega ekki leiðinlegt þegar maður róast...).   

 

Þú ríður nefnilega ekki þreyttum hesti.......

 

Horse_BW2

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband