Hvað geri ég svo við fréttina um stöðutökuna gegn krónunni? (þessi nýjasta..)

Drullureið...það voru fyrstu viðbrögðin mín.  Hvernig í andskotanum getur nokkur verið svo gírugur að gera svona nokkuð?  Þetta er löglegt, en komm on..... þarf að setja lög yfir hverja einustu mögulegu gjörð mannsins?  Er fyrirhyggja dauðans eina leiðin til að búa til samfélag?

Ég er núna ekki lengur reið.  Ég finn fyrir svekkelsi og sorg þegar ég hugsa um þennan siðlausa (að mínu mati) gjörning.  Ég get leyft mér að dæma þetta siðlaust og að þetta komi mér við, því að það var verið að vinna með mína peninga ....og þína peninga.

Þegar lífeyrissjóðir almúgans voru farnir að leggja bönkunum peninginn okkar til að jafna þessa miklu gjaldeyriseign bankanna, takandi þá áhættu að þiggja í staðin skuldabréf sem nú eru fokin út í geim, þá getum við leyft okkur að hafa skoðun.  Sárast er þó að vita, að þessir peningar sem við vorum samkvæmt lögum látin greiða mánaðarlega til lífeyrissjóðanna, liggja nú á reikingum einstaklinga! Þarna er hrópandi óréttlæti og maður finnur fyrir valdaleysi sínu.  Djö!!!!!

Og þá komum við að stæðstu mistökum sem gerð voru í þessu hrunaferli:  Geir Haarde og hans lið létu renna út hendi sér (viljandi auðvitað) einstakt tækifæri til að jafna réttlæti í þessu öllu.  Með því að tryggja innistæður í bönkunum að fullu vörðu þeir "löglegu þjófana"!  Hefði ekki verið alveg kjörið að setja þak?  Ég á nefnilega bágt með að kaupa það, að þeir sem eiga feitustu bankareikningana séu búnir að vinna fyrir þeim með sínu "vinnuframlagi" eins og flestir þurfa að gera; greidd laun fyrir unnar vinnustundir.

 

Nema að þessi hópur sé svo GEÐVEIKT DUGLEGUR Í VINNUNNI.........

 

workhardformoney

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 50195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband