9.9.2013 | 14:28
Halló! "practice what you preach"!
Ég á hérna við mig. Kannski á þetta við einhvern þarna úti. Kannski stundum þig....?
Ég vinn við að aðstoða fólk í krísu. Ég er góð í því. Ég veit það af því að ég fæ að heyra það og mér líður vel með vinnuna mína. En ég varð það ekki bara af sjálfu sér. Lærði "tæknina" í skóla en þekkingin og reynslan kom með lífinu, reyslunni og sjálfsnámi. Kann endalaust af ráðum og aðferðum sem ég miðla óeigingjarnt. En.....
En...ég er mannleg. Lenti í aðstæðum sem geta mín og reynsla réð ekki við; áfallastreituröskun og "burn out syndrome". Afleiðingin var að ég snerti botninn á hyldýpi þunglyndisins. Ég get svo sannarlega sagt ykkur, að ferðin af botninum er erfið, orkudrenandi, oft á tíðum týni ég leiðinni upp, finn hana aftur, sekk svo til baka en næ að átta mig og rifja þá upp hvernig ég kemst upp. Fer upp. Svona gengur þetta..hægt og rólega.
Þá kemur spurningin: Af hverju get ég ekki bara gert návæmlega það sem ég er að ráðleggja öðrum? Ætti ég ekki að vera með vængi og síglöð og með mitt á tæru? Nebb. Er það ekki. Og ég geri mér líka alveg grein fyrir af hverju. Af því að þetta er svo flókið!!! Lífið er nefnilega samspil svo ótal margra þátta sem hafa áhrif beint og óbeint á það hvernig líðanin er. Við erum alltaf öll að reyna að vera sátt, yfirveguð, hamingjusöm og ég veit ekki hvað. Enda náum við öll einhvern tíman að upplifa þetta allt. Svo gerist eitthvað og við þurfumaftur að byrja að vanda okkur og leita. Það er akkúrat þetta sem lífið er; flæði í tíma og rúmi þar sem við eigum ótal snertifleti við annað fólk sem hefur áhrif á líðan okkar og aðstæður. Við kunnum þetta allt, vitum alveg hvað þarf að gera, en stundum er það bara svo drulluerfitt.
Ég held þess vegna að lausnin sé að hætta að streðast, slaka aðeins á kröfunum á sjálfan sig og bara "vera"......
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 50195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.