Hvað heldur takkanum þínum inni?

Sjáðu fyrir þér að á handleggnum þínum sé takki; þegar á hann er ýtt upplifir þú streitu/kvíða.   Ef þessi takki fær að vera inni nógu lengi þróast ástandið yfir í kvíðaröskun, þunglyndi og þær líkamlegu birtingarmyndir sem því fylgja.  

Svo framarlega sem við drögum andann, þá er sífellt verið að ýta á þennan takka, en hugsið ykkur; við gerum það nefnilega ekki sjálf!  Það eru alltaf utanaðkomadi áhrif sem troða honum inn.  EN, það er víst enginn annar en við sjálf sem þurfum að leita allra leiða til að losa um takkann svo okkur líði nógu vel til að njóta lífsins.  Einfalt?  Nebb, mjög flókið.

 

Ég sé þetta fyrir mér sem tvíþætt (og gefið mér sjéns, þetta þarf að komast fyrir í einu bloggi);

1. Aðstæður sem við höfum val um hvort og/eða hvernig við losum um álagið.  

  • Erfið samskipti. Sama hvort um er að ræða vinnutengd, fjölskyldutengd eða vinatengd, þá er hægt að leysa vandann, með eða án utanaðkomandi aðstoðar.  Hér reynir á að þora að horfa inn á við, leita að "biluninni" og leita leiða til lausnar.  
  • Erfiðar aðstæður.  Sama hér; hverju get ég breytt?  Aðstæðunum eða hugarfarinu?  Þið vitið þetta öll.
  • "Tímabundin" áföll.  Ástvinamissir, atvinnumissir, eignamissir, tímabundin veikindi... Enginn sleppur við þennan flokk. Það er aftur á móti í okkar valdi að vinna úr áföllunum til að geta lært af þeim (kallast víst að þroskast) og haldið áfram með lífið.  
  

2. Aðstæður sem við höfum ekkert vald til að breyta.

Blákalt eru þetta einungis aðstæður þar sem líkamstjón er óafturkræft og veldur daglegum þjáningum. Það mætti alveg færa rök fyrir að hér mætti telja upp aðstæður sem nánast ógerningur er að komast úr vegna félagslegra aðstæðna líkt og fátækt, stríðsógn, fíknivandi o.s.frv.. En það er samt eitthvað sem tekur ekki frá þér getuna til að vera líkamlega heill og verkjalaus.  Þeir sem lenda í ólæknandi og óafturkræfum aðstæðum sökum veikinda eða slysa, þeir eru daglega og allan daginn minntir á stöðu sína og þar er takkinn stöðugt inni.  

 

Mín tilgáta er því sú, að fallir þú undir flokk nr. 1, þá hvet ég þig til að finna hvað losar um takkann. Eitthvað sem gleður þig, róar þig.  Finndu hvað þú þarft að gera til að breyta aðstæðum þínum.  Við erum með aragrúa af allskonar sérfræðingum til að hjálpa þér, en þú þarft sjáf/ur að finna "bilunina".  Þú hefur val.  

Fallir þú undir flokk nr. 2, þá verður þú að leita þér aðstoðar.  Takkanum verður stöðugt ýtt inn, en það eru leiðir til að losa um spennuna, annað hvort með atferlismeðferð og/eða lyfjum.  Vertu vakandi yfir því í hvaða aðstæðum þú "gleymir" vanda þínum, og gerðu meira af því.  Allt sem dregur athygli hugans frá aðstæðunum er leið til aukinna lífsgæða, en lyfin gætu verið nauðsynleg.

Þetta er enginn heilagur sannleikur, heldur sú sýn sem ég hef öðlast eftir endurtekin áföll og vinnu með fólki sem er fast í togstreitu eða vanlíðan..... 

 

download

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband