Ég veit sko nákvæmlega hvað þér er fyrir bestu. Jújú.

Merkilegur þessi sjálftökuréttur, að telja sig mega/eiga rétt á að gefa ráð.....óbeðin.

Við sátum nokkur að spjalli og talið barst að húðflúrum og flaut umræðan yfir í gatanir og svokallaðar ígræðslur; hvað fengi fólk eiginlega til að gera slíkt.  Stóð mig að því að segja: "ég skil ekki af hverju fólk lætur gata sig í andlitinu", verandi sjálf með húðflúr....

Hvar eru mörkin og hver setur þau?  Er í lagi að fara í strípur?  Eða kannski að fara í fótsnyrtingu?  Jafnvel húðflúr?  Hvað með botox eða brjóstastækkun?  Svo ég gleymi nú ekki þessum götunum!  

Ég get ekki annað en myndað mér skoðun út frá mínum raunveruleika og siðferðislegu gildum.  Þær byggjast á því hvernig lífshlaupið hefur mótað mig og þar sem ég get ekki verið nein önnur en ég sjálf, þá hlýt ég að vera vanbúin til að tjá mig um gildi annara.  Auðvitað hef ég skoðun, en sé ég ekki innt sérstaklega eftir því að gefa ráð, þá er algjör óþarfi að tjá skoðun mína við viðkomandi í þessum efnum.  Hvað þá að segja hvað honum sé fyrir bestu!  Það getur leitt til meðvirks ástands, þar sem annar aðilinn dettur í vörn og hinn í árás. Eiginlega svolítið svona foreldri-barn samskipti. 

Gamla orðtakið "þú þarft ekki að segja allt sem þú veist, en þú skalt vita allt sem þú segir" er gulls ígildi. Það er svo mikilvægt að hvert og eitt okkar fái að byggja sína eigin sjálsmynd hægt og rólega, annars verður hún aldrei "rétt" og engum líður vel með sjálfan sig ef veruleikinn er á skjön við sjálfsmyndina.  Er ekki bara fínt að gefa hvort öðru svigrúm til að njóta síns lífs, með húðflúri, hárlitun eða hvaðþaðnúheitir?

 

Ef þú lifir ekki þínu lífi, hver gerir það þá......

 

knowitall.jpg

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Góður pistill hjá þér.Fyrsta reglan í mannlegum samskiptum er að við virðum lífstíl og skoðanir annarra,hlustum á aðra og erum tilbúin að breyta hjá okkur sjálfum ef við komust að því að við höfum haft rangt fyrir okkur.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.7.2013 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband