3.7.2013 | 17:59
Ég táraðist í sundi.....bókstaflega!
Líkt og veðrið var hér á höfðuborgarsvæðinu í dag, var beinlínis rökrétt að skella sér í sund. Fyrir var fríður og stór hópur krakkaorma af leikjanámskeiði, kannski varla nema 6-7 ára krútt. Það fór ekki framhjá neinum að þau skemmtu sér konunglega, enda vatn, sól og góður félagsskapur nokkuð skothelt skemmtiefni barna.
Eftir góðan sundsprett, var ég samtímis og kvenhluti þessa hóps í útiklefanum. Þar sem ég horfði á þessu litlu skinn, svo ótrúlega falleg og dugleg að vera hver og ein að reyna að skola hárið í sturtunni, þurrka sér (misvel), koma sunddótinu í töskurnar, klæða sig og greiða, þá fann ég til svo mikillar umhyggju og gleði við að sjá dugnaðinn! En leiðbeinendurnir voru greinilega ekki sammála mér; "drífðu þig, þú ert sko langsíðust hérna!", "voðalega þurrkar þú þér illa", "hver er eininlega með þetta handklæði!"......ég bara náði ekki alveg hverju var verið að koma til skila til þessara litlu stúlkna. Að þær væru ekki nógu hraðar? Að þær gerðu þetta ekki nógu vel? Að þær væru ómögulegri en hinar? Þarna varð ég meyr og táraðist....
Þessi fallegu börn eru að læra; læra að verða fullorðin. Þau gera það með því að vera með galopin huga og pikka allt upp sem við þau er sagt, en miklu fremur læra þau af hegðun okkar sem önnumst þau. Þetta er okkar dýrmætasti auður með ólíka hæfileika, sem þau þurfa að fá að finna og rækta til að verða að einstaklingi með heilbrigða sjálfsmynd, byggða á eigin getu og frumkvæði.
Væri ekki best að tala rólega og uppbyggilega til þeirra, koma fram af þolinmæði leiðbeinandans, umburðarlyndi þroskans og kærleika náungans......
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er eins og talað frá mínu hjarta. Ég mamman, amman og leikskólakennarinn, hef aldrei skilið svona virðingaleysi við börn :( Það skortir töluvert á að allir þeir sem hafa atvinnu af því að "leiðbeina" og umgangast börn, sýni þeim þá virðingu sem þau eiga skilið.
Hvað eiga lítil börn að læra t.d. af svona framkomu, eins og hér er lýst ? Í þessu felst lítil hvatning og ekki er verið að hrósa þeim fyrir það sem þau geta/gera.
Við sem teljum okkur vita betur um það hvernig koma á fram við fólk, já allt fólk, börn eru líka fólk, þurfum að koma því betur á framfæri, ég held stundum að svona framkoma sé tilkomin af algjöru hugsunarleysi.
María Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 23:45
Takk fyrir þessi góðu skrif, það væri gott ef fleiri myndu láta í sér heyra þegar þeir verða vitni af svona framkomu við börn sem eru í vinnu við það að "leiðbeina" og umgangast börn.
Það eru einmitt svona skrif sem vekja fólk til umhugsunar.
Takk
Elísabet María Ástvaldsdóttir
leikskólakennari.
Elísabet M. Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 00:08
Það er gott hjá þér að hafa orð á þessu börnin læra það sem fyrir þeim er haft og lítillækkun er ekki gott vegarnesti út í lífið.
Sólrún , hef unnið fyrir börn í áratugi.
sólrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 00:25
Hef oft orðið vitni af svona framkomu baðvarða við börnin í skólasundinu, þar er stundum staðið yfir þeim og kallað "flýtið ykkur" út í eitt. Þau eru jú stundum sveimhuga en erum flest að reyna sitt besta og finnst þau oftast ótrúlega dugleg.
Manninum mínum ofbauð svo einu sinni framkoman við drengina í klefanum að hann spurði baðvörðinn hvort hann hefði prufað að hrósa þeim og ýta við þeim með jákvæðum orðum, sagðist vera viss um að það skilaði betri árangri. Baðvörðurinn varð hálf kvumsa og stamaði því til að hann hefði nú ekki gert það. Maðurinn minn hvatti hann til að prófa það í nokkra daga. Veit svo ekki hvort hann hafi gert það :-)
Gíslína (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 00:54
En þú sagðir sumsé ekkert við leiðbeinandann?
Óskar (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 02:13
Ég fylgdist með svipuðu í annarri sundlaug og gat ekki á mér setið að mótmæla þegar leiðbeinandi skipaði stúlkunum að "slökkva á sturtunni"
Ísdrottningin (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 09:06
Takk Sigga fyrir að að vekja athygli á þessu. Það er nú miður að þessi framkoma er víða gagnvart börnum og sérstaklega slæmt þegar fólk sem hefur það að starfa að leiðbeina börnum lætur svona. Hérna bíst ég við að um leiðbeinendur á vegum tómstundaráðs hafi verið að ræða. Fyrir tveimur árum sagði Hafnarfjarðarbær öllu starfsfólki hjá heildagsskóla Hafnarfjarðar og tómstundaráð tók yfir reksturinn og voru unglingar ráðnir í stað starfsmanna með reynslu og þroska. Ég hef því miður oft orðið vitni að svona og jafnvel mun verri frammkomu við börn. Svo er það annað. Ég bjó í Noregi í átta ár þar sem dóttir mín gekk í skóla og ég starfaði við að kennar börnum. Í hvert skipti sem við vorum heima í fríum urðum við vitni að ömurlegri framkomu við börn, að hálfu foreldra. Samskiptamátinn hér er svo ólíkur því sem maður átti að venjast í Noregi. Norðmenn (þar sem við bjuggum) töluðu svo fallega við börnin sín, voru alltaf að útskýra og kenna á uppbyggilegan hátt. Hérna heima heyrðum við svo miklar skammir: "Ég var búin að segja þér að þú ættir ekki að setja sjampó í hárið"! (öskrað að grátandi barni sínu í sturtu í sunlauginni)..."Ég var búin að segja þér að þú færð ekki pulsu! (Öskrað að barni í sjoppunni). Við mæðgurnar hrukkum alltaf í kút og litum á hvor aðra þegar við urðum vitni að þessu. Það ríkir hálfgerð ómenning í framkomu við börn hérna, oftast ekkert illa meint en samskiptamáti okkar svona yfir höfuð er frekar takmarkaður. Þessir krakkar sem eru að vinna leiðbeinendastörfin hafa svona framkomu sem fyrirmynd því miður í allt of mörgum tilfellum. Held að við ættum öll að líta í eigin barm og svo muna að vekja athygli á því þegar við verðum vitni af svona og skipta okkur af.
Brynhildur Auðbjargardóttir (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 10:08
Æ, var að reyna að leiðrétta stafsetningar- og innsláttarvillur eftir á, framkoma er auðvitað með einu enni og svo vantar orðið upp þegar ég ræði um uppsagnir og margt fleira...
Brynhildur Auðbjargardóttir (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 10:13
Börn er það sem fyrir þeim er haft. Þegar ég bjó í Dannmörku þekktust íslensk börn úr þar sem þau voru upp um alla veggi, foreldrar að skamma þau í tíma og ótíma, við eru allt of mikið að skamma þessi grey, þetta er nú það sem maður hefur upplifað í sundi með þessi kríli grátandi og foreldrar að skamma þau.
Virðingaleysi við börn hefur loðað við okkur Íslendnga, þekki það frá minni bernsku man alltaf eftir "geðillu"konunum í sundlaugunum sem barn í afgreiðlunni og í sturtunum.
Guðrú Björk (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 11:08
mig langar alls ekki til að verja þessa framkomu enda hefði leiðbeinandinn alveg mátt skoða það hvernig hann ávarpar börnin sem eru í hans umsjá. Hins vegar hef ég marg oft verið í þessari aðstöðu. Að vera leiðbeinandi með yfirleitt einn annan í kvennaklefanum með kannski 15-20 stelpur allar með sítt hár sem þarf að þurka og helst blása. Síðan þarf auðvitað að halda einhverju plani, hvort sem það er að ná strætó heim eða borða eftir sundið. Það er nefnilega oft þannig að maður er fljótur að dæma aðstæður sem maður hefur ekki verið í sjálfur. Ég er viss um að leiðbeinandinn sem þú sást hefði ekki verið svona stressaður ef hann hefði haft 8 börn til að sjáum ;) eða sem sagt haft fleiri leiðbeinendur með sér. Það er svo skrítið að í skólakerfinu gerist einhvað stórkostlegt á milli þess sem börn hætta í leikskóla og byrja í skóla allt í einu þurfa þau miklu minni aðstoð frá fullorðnum og eiga að geta gert allt sjálf. Við vitum samt alveg að það er ekki rétt.
Þannig að niðurstaðan er þessi að vera leiðbeinandi á leikjanámskeiði er erfitt, oft er ráðið inn ungt fólk sem hefur sjálft ekki eignast nein börn og hefur ekki menntun í uppeldisfræðum. En það hefur metnað og úthaldið sem þarf til þess að sinna starfinu sem er illa borgað og mikið álag í en alveg ofboðslega skemmtilegt.
Berglind (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 11:48
Ég man alveg eftir svona í minni barnæsku. Ég man eftur mörgum leiðbeinendum og kennurum sem hegðuðu sér svona niðurlægjandi við mann og ég sé hér að ekki hefur mikið breyst innann mennta-kerfisins. ...enn svona vill NWO að kerfið sé.
"There's a reason for this, there's a reason education sucks, and it's the same reason it will never ever ever be fixed. Don't look for it. Be happy with what you've got... because the owners of this country don’t want that. I'm talking about the real owners now... the real owners. The big wealthy business interests that control things and make all the important decisions. Forget the politicians. The politicians are put there to give you the idea that you have freedom of choice. You don’t. You have no choice. You have owners. They own you. They own everything. They own all the important land. They own and control the corporations. They’ve long since bought and paid for the Senate, the Congress, the state houses, the city halls. They got the judges in their back pockets and they own all the big media companies, so they control just about all of the news and information you get to hear. They got you by the balls. They spend billions of dollars every year lobbying. Lobbying to get what they want. Well, we know what they want. They want more for themselves and less for everybody else, but I’ll tell you what they don’t want. They don’t want a population of citizens capable of critical thinking. They don’t want well-informed, well-educated people capable of critical thinking. They’re not interested in that. That doesn’t help them. That’s against their interests. That’s right. They don’t want people who are smart enough to sit around a kitchen table and think about how badly they’re getting fucked by a system that threw them overboard 30 fuckin’ years ago. They don’t want that. You know what they want? They want obedient workers. Obedient workers, people who are just smart enough to run the machines and do the paperwork. And just dumb enough to passively accept all these increasingly shittier jobs with the lower pay, the longer hours, the reduced benefits, the end of overtime and vanishing pension that disappears the minute you go to collect it." - George Carlin
Þetta útskýrir ágætlega af hverju börn í okkar skólum rekast á leiðbeinendur og kennara sem hegða sér svona við börnin eins og konan útskýrði í þessari grein. Það er verið að skapa fólk sem þora ekki að standa upp. Þetta er í raun skylirðing sem er verið að gera við börnin hér. "Obedient workers" er verið að skapa. Ég man alveg vel eftir því hvernig svona hegðun af yfirvaldi mínu hafði áhrif á mig.
Que (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 13:09
Ég heimsæki Salalaug í Kópavogi, nánast daglega.
Oft hef ég dáðst að kvenbaðvörðunum þar.
Í vetur þegar skólasundið var og litlu stelpurnar gleymdu sér, eða áttu í vandræðum með sundfötin sín, þá fengu þær, óumbeðið, mikla, góða og hlýlega aðstoð með sundfötin og jafnvel hárið.
Ég er ekki viss um að það sé í starfslýsingu baðvarðanna.
Ruth (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 13:21
Góður og þarfur pistill!
Börn þurfa jákvæða hvatningu.
Finnst sorglegt hvað er sterkt í íslenskunni að segja "ekki gera ..." afhverju ekki að segja börnum hvað þau eiga að gera frekar?
Ásta (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 14:05
Já, það er ekki nóg að vera með háskólagráðu. Skilningur og innsæi inn í barnssálina er ekki lærður með öllu í háskóla. Þess vegna hef ég nú alltaf verið þeirrar skoðunnar, að það ætti svo sannarlega að líta út fyrir rammann, við val og ráðningar starfsfólks á leikskóla, og þar sem börn dvelja daglangt, fimm daga vikunnar, næstum alla daga ársins. Fyrir þau er þetta erfiðisvinna, frá heimilum sínum og foreldrum. Þá þurfa þau svo sannarlega að eiga hauk í horni, og þar á starfsfólkið að koma að málum.
Þakka gott blogg.
Hrafnhildur Grace Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 14:27
Satt hjá Hrafnhildi. Það er ekki sjálfgefið að menntafólkið sé best til mannlegra samskipta fallið og rétt að huga að fleiri kostum en skólagöngu þegar ráðið er til starfa, ekki síst þar sem börn eða gamalmenni eru skjólstæðingarnir. Það er brothættasta fólkið og þarf mest á umhyggju að halda.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 4.7.2013 kl. 15:04
Ég man eftir því að vera í skólasundi í Sundhöllinni og baðverðirnir þar voru alltaf svo yndislegar að hvetja okkur áfram og svo hjálpa okkur 6 ára stelpunum að þurka hárið vel og vandlega áður en við færum út í kuldann. Einu sinni hringdi mamma svo til að þakka fyrir og áður en hún náði að koma erindinu sínu á framfæri var hún spurð hvað hún vildi kvarta yfir. Það virðist því miður vera að ókurteisi og hortugheit séu algengari en jákvæð hvatning og hrós.
Erna (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 17:35
Við erum öll fyrirmyndir og getum öll lagt af mörkum til að breyta þessu. Byrjum á okkur sjálfum; góð samskipti byrja hjá mér og þér:
www.samskiptabodordin.is
Njótið dagsins og góðra samvista við allt samferðafólk!
Aðalbjörg (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 17:50
Þetta er skelfilegt að heyra.
Og svona þarf að nafngreina því margir útilifsskólar eru í gangi og ekki annað hægt en að nafn greina hvaða skóli var þar á ferð. Bæði til að allir skólar liggi ekki undir grun og svo þarf svona framkoma að komast til skila til stjórnanda þess skóla sem á í hlut til að það sé hægt að koma í veg fyrir svona ömulega framkomu við börninn.
Varðandi framkomu sundlauga starfs fólks sem vann í Sundhöllinni á mínum yngri árum sem var milli 1974-1982 þá var hún skelfileg.
Það var beinlínis öskrað á okkur og jafnvel segið til okkar með handklæðum. ;(
Hanna Dóra Magnúsdóttir, 4.7.2013 kl. 21:11
Það er fátt sem ergir mann meira en of miklar skammir og öskur á börnin, geri ekki slíkt sjálfur nema í neyð. Það er kanski þessvegna sem börnin hlusta frekar á mig en hina.
Man eftir að ég fór eitt sinn með fullan bíl af börnum sem áttu að spila fótboltaleik suður með sjó, þau höfðu frábærann þjálfara. Þessi þjálfari hafði það fyrir reglu að sama hverju á gekk, hvort barninu gekk vel eða illa í leiknum að hrósa fyrir dugnaðinn og hvetja til dáða. Ekki var hann að skamma krakkann fyrir að skora ekki mark, heldur að hrósa fyrir viðleitni...
Hugsaði með mér eftir þetta að svona egi að umgangast börnin, hrósin urðu til þess að þessi hópur vann leikinn. Ég ber enn þann dag í dag virðingu fyrir þessum þjálfara.
Kveðja
Ólafur Björn Ólafsson, 4.7.2013 kl. 22:27
Jákvæðni og hrós ásamt þoli mæði er það besta sem við gefum vaxandi kynslóð.
Neikvæði þras og leiðindi skila eingu nema leiðindum og óhlýðni.
Verum gefandi, þolimóð og hrósum og það gefur.
Hanna Dóra Magnúsdóttir, 4.7.2013 kl. 23:34
Sæl og takk fyrir að benda á þetta.
Mig langar aðeins að leggja orð í belg varðandi þá gagnrýni sem hefur komið hér fram á að menntun hafi ekki allt að segja þegar kemur að því að hlúa að börnum. Þetta er að vissu leyti rétt en mér finnst þessi umræða samt ansi svarthvít oft á tíðum. Ég er sjálf menntaður leikskólakennari og ein sterkasta áherslan í því námi var að börn séu hæfir og skapandi einstaklingar sem jafnframt eru virkir gerendur í eigin lífi. Miklum tíma var eytt í að ræða hvernig best væri að koma fram við börn af þeirri virðingu sem þau eiga skilið og skipst á skoðunum um málefni eins og umbun, refsingu, aga og hrós. Einnig var rætt að gera þurfi meiri kröfur til þeirra sem kenna börnum en að þeir búi yfir ákveðnum persónulegum eiginleikum og þess vegna er jú til kennaranám.
Mín reynsla er sú að flest allt fagfólk, sem ég hef starfað með, á sameiginlegt að hafa ofangreinda sýn á börn en hins vegar er algengara að ófaglært starfsfólk hafi hana ekki. Ég vil taka fram að stór hluti ófaglærðs starfsfólks stendur sig mjög vel í starfi og á hrós skilið. Þetta er samt sem áður mín upplifun, og annars fagfólks sem ég þekki til, og hún á fullan rétt á sér. Baðverðirnir í sundlaugunum eru einmitt gott dæmi um ómenntaða starfsstétt sem sinnir börnum. Af athugasemdum hér að dæma hafa margir slæma reynslu af samskiptum við þá þó að vissulega séu til hvetjandi baðverðir líka.
Ingveldur Halla Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.