Hamingjusöm þjóð....eða bara "dópuð"?

Íslendingar meðal hamingjusömustu þjóða heims!  Hmm....

Hvað einkennir Íslendinga?  Klárlega erum við manísk á svo margan hátt; skorum hátt í bílaeign, tölvueign, menntunarstigi, góðum hljómsveitum, góðum íþróttamönnum, pólförum (per höfðatölu..), Everestförum......endalaus listi.  Hvernig stendur á þessu?

Því verður ekki neitað að út frá hnattlegu landsins þá er næstum óbúandi hér.  Langir, dimmir vetur og stutt og svöl sumur (þrátt fyrir að pallaeign landsmanna bendi til annars...enn eitt metið?).  Til að komast af, þá hefur landinn þurft að finna sér leiðir til að létta lundina.  Hvernig gerir maður það svo?  Jú, með því að beita öllum brögðum til að auka styrkleika "vellíðunar-hormóna" í líkamanum. Með öðrum orðum, að koma sér í hamingjuvímu..

Það er ljóst að öll fíkn er akkúrat komin til vegna einhverrar vanlíðunar. En fíknileiðir eru svo ótrúlega margar;  neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna, ásamt inntöku kvíða- og þunglyndislyfja mætti skilgreina sem eina aðferð.  Viðkomandi sem sagt slær á vanlíðan með því að setja einhver efni sem bæta líðan í líkamann.  Hin leiðin er að "gera eitthvað" sem eykur framleiðslu þessara vellíðunar-hormóna og þannig breyta atferli sínu til batnaðar.  Sú leið hlýtur að vera farsælli og auk þess ódýrari fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið.

EN!  Það er algjörlega hægt að verða "dópisti" á þennan hátt.  Þegar fíknin í þessa sjálfsprottnu stundarvellíðun er farin að ganga út yfir líkamlegt heilbrigði, eða jafnvel farin að trufla fjölskyldulífið eða vinnuna, þá hlýtur að mega setja spurningamerki við hversu heilbrigt athæfið er.  Það er bara svo undarlegt í mínum huga þegar umfjöllun um fíkn er svona tvíhliða.  Það er slæmt að vera efnafíkill, tölvufíkill, spilafíkill o.s.frv., en það er æðislegt að fara daglega á boot-camp æfingu, klífa 50 tinda á viku, róa kajak kringum landið og ég veit ekki hvað og hvað.....

 

Er þetta kannski leið þjóðarinnar að hamingjunni.....vera bara í vímu.....?

 

dopamine-thanksgiving.gif

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband