23.4.2013 | 11:20
Er lýðræðið virkilega málið? (nú verð ég vinsælust...)
Hefur lýðurinn virkilega kafað ofan í saumana á því hvað lýðræði er? Er það sanngjarnasta leiðin? Er það skilvirkasta leiðin? Er það hagkvæmasta leiðin? (Ekki æsa ykkur, ég er bara með vangaveltur).
Lýðurinn er sammengi ólíkra hagsmuna; öll flóran. Allir þurfa/vilja fá "sinn mann á þing" til að gæta hagsmunanna og bæta sín kjör. Þetta kristallast ansi vel í fjölda framboða sem við þurfum nú að velja á milli. Eftir kosningar verða svo kannski 2-3 flokkar í stjórn og allir hinir þurfa þá að sitja í andstöðu.....hugsa sér hlutskiptið! Sem sagt; rétt tæpur helmingur lýðsins þarf að sætta sig við að þeirra maður á þingi komst ekki í stjórn. Er þetta réttlátt, farsælt og líklegt til árangurs? Ég ætla ekki að fara inn á málþófsvitleysuna hér; það krefst sér umræðu....
Þann 1. janúar 2013 vorum við 321.857. Á sama tíma voru starfsmenn Wall-Mart 2.200.000. Það er kannski kominn tími til að taka upp stjórnarhætti á þessu litla landi sem eru í takt við hraðan og tæknivæddan nútímann. Með því að setja upp skipurit farsælla fyrirtækja væri eflaust hægt að auka skilvirknina, spara pening í stjórnsýslunni þannig að hægt væri að borga góðu sérmenntuðu fólki góð laun. Í stað ráðuneyta, stýrðum af einstaklingum með allskonar menntun, þá væri sérfærðingur á hverju sviði fyrir sig.
Við erum hvort sem er aldrei öll sátt eins og kerfið er í dag og því sé ég ekki af hverju við eigum að halda eins áfram.
Gerum minna af því sem virkar ekki og meira af því sem virkar.....
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.