Er lýðræðið virkilega málið? (nú verð ég vinsælust...)

Hefur lýðurinn virkilega kafað ofan í saumana á því hvað lýðræði er?  Er það sanngjarnasta leiðin? Er það skilvirkasta leiðin? Er það hagkvæmasta leiðin?  (Ekki æsa ykkur, ég er bara með vangaveltur).

 Lýðurinn er sammengi ólíkra hagsmuna; öll flóran.  Allir þurfa/vilja fá "sinn mann á þing" til að gæta hagsmunanna og bæta sín kjör.  Þetta kristallast ansi vel í fjölda framboða sem við þurfum nú að velja á milli.  Eftir kosningar verða svo kannski 2-3 flokkar í stjórn og allir hinir þurfa þá að sitja í andstöðu.....hugsa sér hlutskiptið!  Sem sagt; rétt tæpur helmingur lýðsins þarf að sætta sig við að þeirra maður á þingi komst ekki í stjórn.  Er þetta réttlátt, farsælt og líklegt til árangurs?  Ég ætla ekki að fara inn á málþófsvitleysuna hér; það krefst sér umræðu....

 

Þann 1. janúar 2013 vorum við 321.857.  Á sama tíma voru starfsmenn Wall-Mart 2.200.000.  Það er kannski kominn tími til að taka upp stjórnarhætti á þessu litla landi sem eru í takt við hraðan og tæknivæddan nútímann.  Með því að setja upp skipurit farsælla fyrirtækja væri eflaust hægt að auka skilvirknina, spara pening í stjórnsýslunni þannig að hægt væri að borga góðu sérmenntuðu fólki góð laun.  Í stað ráðuneyta, stýrðum af einstaklingum með allskonar menntun, þá væri sérfærðingur á hverju sviði fyrir sig. 

Við erum hvort sem er aldrei öll sátt eins og kerfið er í dag og því sé ég ekki af hverju við eigum að halda eins áfram. 

 

Gerum minna af því sem virkar ekki og meira af því sem virkar.....

 

democracy_cartoon.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband