16.3.2013 | 17:38
Er hægt að banna kannabis með bjór í hendi?
Ég er ekki að taka afstöðu með eða móti kannabis, tek það skýrt fram. Hef aldrei prófað og það stendur ekki til.
Það er deginum ljósara að núverandi regluverk er ekki að virka á neinn hátt og hér sprettur "gras" sem aldrei fyrr. Ungmenni nota kannabis ekki síður en alkohól og þykir ekkert tiltökumál. Frasar eins og: "Fínt að losna við timburmennin daginn eftir" eða "er betra að vera veltandi um úturdrukkinn og lenda í slagsmálum og látum en að vera bara í chilli og slakur á grasi" eru teknir fram í umræðu við þessi ungmenni.
Ég get ekkert sagt á móti. Er alkohólið ekki löngu búið að stimpla sig inn sem skaðvaldur á líkama og sál, sem tjónar heilu fjölskyldurnar? Hvaða rugl er þetta? Bönnum það, eða hvað? Það eru samt flestir sem neyta víns í góðu hófi og ekkert nema gott um það að segja. En hvernig í ósköpunum getum við þá réttlætt það að banna kannabis? Af því að allir verða grashausar? Alveg eins og fyrir tíma bjórsins var óttast að allir yrðu sífullir bjórþambarar?
Í dag er grasið í umferð af ólíkum gæðum og íblandað öllu mögulegu og ómögulegu. Svo ég tali nú ekki um glæpina og markaðsaðferðir sölumannanna. Væri ef til vill til bóta ef ræktun færi fram undir stöðluðu gæðaeftirliti og sala þess undir skráðu eftirliti hins opinbera? Tekjurnar væri þá hægt að nota til uppfræðslu og til hjálpar þeim sem missa tökin. Þeir aðilar eru hvort sem er að neyta og missa tökin eins og staðan er í dag.
Hættum að berja hausnum við sama steininn og tölum um þessi mál á nútímalegan og fordómalausan hátt.....
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lögleiðing ýtir undir neyslu og neysla hefur áhrif á andlega heilsu, sbr. meðfylgjandi frétt.
http://www.visir.is/stadreynd-ad-neysla-kannabisefna-getur-valdid-gedrofi/article/2013130229045
Stefán (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 18:17
Stefán, það er spurning hvort þessi ungmenni sem enda með alvarlegar geðraskanar hafi einmitt ekki sótt í kannabis vegna einhverra geðrænna vandamála? Það kemur ekkert fram um það. Einstaklingur sem er með gott sjálfstraust og í jafnvægi hefur ekki þörf fyrir að misnota nokkur efni, hvort sem þau eru lögleg eða ekki.
Það er sífellt verið að reyna að vinna á einkennum, plástra á sárin, í stað þess að finna rótina og koma þannig í veg fyrir að neysla fari úr böndunum. Hér á líka við neyslu annara löglegra efna (tóbak og vín)
Sigríður Lárusdóttir, 16.3.2013 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.