7.3.2013 | 10:55
Hey, tölum frekar um dauðann, kynlíf og tilfinningar....
Hvað tölum við um? Veðrið, verðbætur, mat, sjónvarpsefni, pólitík, fótboltann, sumarfrí, vinnuna, skólann, golfið..... Fínt, eitthvað verðum við að tala um og þetta kemur okkur flestum svo sem við. En ekki öllum. Höfum víst misjafnlega mikinn áhuga á þessum málum, allt eftir því hvað snertir beinlínis daglegt líf okkar. Þannig mætti kannski segja að þetta séu svona utanaðkomandi þættir sem eru breytilegir eftir lífstíl, menningu og búsetu.
Hvað snertir okkur öll? Öll í heiminum þess vegna? Það er í mínum huga fernt: Fæðing, tilfinningar, kynlíf og dauðinn. Fæðinguna þurfum við ekkert sértsaklega að ræða held ég, enda erum við frekar skoðana- og dómgreindarlaus þegar við fæðumst og höfum ekkert með það að segja. En öll þurfum við að takast á við eigin tilfinningar; öll lifum við kynlífi (komm on, á því byggist víst tilvist okkar) og öll deyjum við. Ræðum það:
1. Dauðinn: Það er sérstakt að hugsa til þess hvað dauðinn er ennþá mikið tabú. Hvað hafið þið oft setið í góðra vina hópi, eða með börnunum ykkar og rætt dauðann? Það er víst, að við munum öll fyrr eða síðar fylgja nákomnum í dauðann eða horfast í augu við hann sjálf. Er ekki gott að vera búinn að fara í gegnum heimspekilegar umræður um viðhorf til hans, eða bara praktískar umræður um útför, líffæragjöf og svoleiðis nokkuð? Það má alveg taka húmorinn inn í umræðuna til að fá nýtt sjónarhorn á þennan eðlilega fylgifisk lífsins.
2. Kynlíf: Þetta er stóra "bannorðið" á mörgum heimilum. Ég er ekki að tala hér um að fara út í nein smáatriði í framkvæmd þess, heldur bara að velta fyrir mér hvort ekki þurfi að ræða kynlíf á heilbrigðan hátt. Ekki bara þegar barnið er orðið unglingur, heldur byrja fyrr, eða um leið og barnið sýnir þroska til. Þá verður kynlíf ekki óþekkt og spennandi, forboðið og laumulegt og blessaðir unglingarnir fá vitrænni þekkingu á fjölbreytileika þess en fæst af klámsíðum internetsins. Tabúið er í hugum okkar foreldranna, því börnin læra bara það sem fyrir þeim er haft. Það ætti ekki að þurfa að setjast niður með svona ábúðarfullu "Jæja, nú skulum við tala saman", heldur ætti þessi umræða að vera jafn eðlileg og "hvað er í matinn í kvöld".
3. Tilfinningar: Hver nennir að ræða þær; er tímafrekt og flókið.... Ekki endilega rétt. Við þurfum bara að vanda okkur við að hlusta eftir þeim og læra viðbrögð okkar við þeim. Það þyrfti að byrja strax og börnin geta talað að kenna þeim að hlusta á sína innri rödd. Í stað þess er okkur kennt að leyna líðan okkar sé hún óþægileg. Svo lærum við líka að skammast okkar fyrir hvernig okkur líður; "hættu þessari fýlu" eða "vertu ekki reiður" o.s.frv.. Pælið í vitleysunni! Það er til fullt af vel uppsettum gátlistum á netinu, þar sem hægt er að merkja við tifinningalega líðan sína og átta sig þannig á blaði á viðbrögðum og hegðun. TIlfinningalæsi er sko örugglega mikilvægasta læsi sem hægt er að kenna börnum.
Förum nú að tala um það sem stendur okkur hvað næst......
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.