Heil kynslóð karlmanna í ímyndar-krísu?

 

Vinnan göfgar manninn; latur lítið hey; harkan og heimskan; do it now; ten steps to success; time management; the multitasker; exceed your limitations.....!

Það er heil kynslóð, eða tvær, af karlmönnum á þessu landi í dag sem ólust upp við að þetta væru verkfæri til árangursríks lífs og þannig lykillinn að hamingjunni.  Ég ætla ekkert út í þetta með Range Roverana og það allt.... Pabbar þessara manna tilheyrðu hörkukynslóðinni sem ræddi ekki vandamálin, kvartaði ekki og hafði það að markmiði að "herða drenginn" svo eitthvað yrði úr honum.  Þetta virtist virka, svona á yfirborðinu alla vega.  Þessar fyrirmyndir þeirra voru nokkuð skýrar og því ekki svo flókið að rata leiðina sem fyrirmyndin fór; vinna vel og mikið. Svo til að sýna dugnaðinn var skýrasta leiðin sú, að varpa því út í umhverfið með eignum og lífsstíl. Ekkert ómannlegt við það. 

Hámarkinu var svo náð á "2007-tímabilinu".  Peningar, jakkaföt, utanlandsferðir, flottir bílar, sérhannaðir garðar, sumarhús, nýtt golfsett....þið fattið hvað ég meina?   En svo barasta fór allt á rassgatið.  

Í þessu endurskoðunarferli þjóðarinnar heyrast æ hærri raddir sem tala um tímaskeið umburðarlyndis, samkenndar, auðmýktar, þolinmæði, mannræktar, sanngirni, hógværðar.  Nýjar leiðir eru teknar upp í stefnumótunum fyrirtækja sem horfa til mannauðs, fjölskyldugilda, heildræns heilbrigðis og að leyfa hlutunum að þróast.  Þetta er eitthvað sem hingað til hefur verið talið til kvenlægra eiginleika.

Hvert eiga allir þessir menn þá að horfa?  Þeir spyrja sig e.t.v.; hvað stend ég fyrir; hvað vill ég; hverju hef ég áorkað; hvert á ég að leita? Þeim líður illa, tapa einbeitingunni, finna fyrir kvíða og minnkandi sjáfstrausti. Fjótlega fer þetta að speglast út í umhverfið og þá er erfitt að vinda ofan af vítahringnum.  Þetta er ekki ágiskun út í tómt loftið hjá mér, heldur raunveruleiki sem ég mæti í minni vinnu.

 

Það er vont að vera týndur; hjálpum hvort öðru í leitinni.......

 

lost_man_by_michelrajkovic.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband