3.2.2013 | 13:57
Hvað er í "reminder" í símanum þínum?
Kannski fundur á þriðjudaginn; má alls ekki gleyma honum, alveg möst. Tannlæknir á föstudaginn; vá, hver getur munað svoleiðis fágæta og spennandi viðburði? Kíkja í skólatöskuna hjá ungunum vikulega (frekar lélegt afspurnar ef þau mæta með fúlt nesti frá síðustu viku aftur í skólann eftir helgi...). Ræktin í hádeginu, þú veist, halda við vöðvunum og svona.
Kannski eru líka litlir daglegir hlutir sem gætu týnst í verkefnaflóði rútínunnar; p-pillan, hún má ALLS EKKI gleymast...úff, hringja í mömmu (annars hringir hún svekkt og....ja, ég segi ekki meir). Allt rosa mikilvægt og bara spruning um líf eða dauða, eða hvað?
Svaka sniðugt að geta bara sett þetta í snjalla símann og bara klára sig í gegnum verkefni dagsins og geta sofnað rólegur og sáttur....eða hvað? Æ, því miður; sífellt freiri eiga orðið í svefnerfiðleikum í dag einmitt vegna alls þessa áreitis og álags sem fylgir því að vera komin í háþróað-nútíma-tæknivætt-velferðar-samfélag. Það hefur nefnilega gleymst þarna á leiðinni að kenna okkur að vinna úr þessu öllu áreyti þannig að hugurinn fá að endurnærast og "vista" allt á sínum stað í kollinum. Það þarf ekkert endilega að keyra í flýti niður í jógastöð til að íhuga, eða drífa sig að mæta í slökun (sem er samt hið besta mál). Gefa sér bara 5 mínútur 2-3 sinnum yfir daginn til að loka augunum og draga athyglina inn á við; hugsa t.d. bara um andardráttinn, eða finna hversu gott er að loka augunum, einbeita sér að vöðvaslökun, ímynda sér öldurnar baða tásurnar o.s.frv.
Hvernig væri nú að bæta inn í símann þessari slökunarstund og stilla á "endurtakist daglega"......
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.