27.1.2013 | 14:30
Það er hrikalega erfitt og slítandi að ala upp barn.....
....það er taugatrekkjandi, flókið, óeigingjarnt, afar kostnaðarsamt, tímafrekt, krefst aga, er niðurbrjótandi, skilar ekki skjótum árangri, vanþakklátt, veldur álagi, truflar starfsframa..... Hvernig dettur fólki almennt í hug að fara út í barneignir? Er þetta ekki bara augnabliks hvatvísi og á jaðrinum að kallast dómgreindarskortur? Ég hugsaði að minnsta kosti ekki út í ofangreint þegar ég ákvað mínar barneignir.
Ég vildi óska þess að farið væri út í hvaða gífurlega ábyrgð fylgir því að fara í barneignir. Nú vil ég taka fram að ég er ekki full eftirsjár, síður en svo. Aftur á móti verð ég að viðurkenna að þetta hefur tekið á og kostað ýmsar "fórnir". En akkúrat í því felst uppeldi; að leggja niður ýmsa fyrri iðju einlífis og taka upp nýja iðju sem fylgir því að bera 100% ábyrgð á lífi og velferð annars einstaklings. Það er ekki fyrr en 18 ára (sem ég reyndar tel ofmat) sem þessi grey teljast sjálfbær, en þá fyrst hefst alvaran hjá þeim og þá er ekkert verðmætara en að vera til staðar og miðla af reynslu. Uppeldi er nefnilega ekki þess eðlis, að því megi sinna í hjáverkum; uppeldi er í mínum huga forgangsverkefni númer eitt. Markmiðið er í mínum huga að skila inn í þjóðfélagið einstaklingi sem er betri samfélagsþegn en ég.
En þetta gerist ekki bara út frá eðlisávísun einni; sú uppeldisaðferð varð úrelt þegar við stofnuðum samfélög fyrir þúsundum ára. Því eigum við að nýta okkur allan þann hafsjó af fróðleik sem til er um uppeldi; bækur, námskeið, fagfólk o.s.frv. Ömmur og afar og mömmur og pabbar tilheyra annari kynslóð og fylgja oft ekki hröðum breytingum þjóðfélgasins og því er svo gott að vita af allri þessar aðstoð.
Launin sem við uppskerum eru nefnilega bæði persónuleg og samfélagsleg ........
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Sigga :) Erfitt - slítandi og krefst mikillar fórnfýsi - en enga síður það besta og skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér. Ég á frábæra ömmu sem er að verða 100 ára núna í mars. Hún á 6 börn og segir það vera það erfiðasta sem hún gerði á ævinni. Að fæða þau og ala þau upp - "ég hef aldrei haft gaman af börnum" segir hún. Og í hvert skipti sem hún hittir mig segir hún hlægjandi " ertu ennþá að vinna sem leikskólakennari, að einhver nenni að læra þetta " svo hlær hún eins og vitleysingur og segir "ferð svo heim að hugsa um þín börn og tekur börn í fóstur líka - ertu snarvitlaus stúlka" en hún er líka alveg á því að ég hefði ekki svona gaman af þessu nema af því að maðurinn minn sé kokkur og eldi oftast fyrir okkur - það gerir gæfumuni að hennar mati :)
Jóhanna Jensdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 17:17
Mamma átti okkur 5 stykkin en ætlaði sér aldrei að eiga eitt einasta, svo ég þekki þetta Jóhanna. Sem betur fer höfum við tækin til að stýra þessu í dag......
Sigríður Lárusdóttir, 27.1.2013 kl. 17:48
.....ekki það, að ég er voða glöð að vera til ;-)
Sigríður Lárusdóttir, 27.1.2013 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.