Ríkið er dílerinn.

Reykingar. 2012. Passar ekki saman í mínum huga.  Við vitum öll að þær eru heilsuspillandi og dýrar bæði fyrir reykingarmanninn og samfélagið.  Af hverju er þá enn reykt?  Staðreyndin er að langflestir byrja að reykja í kringum 14-16 ára aldur.  Þá er maður algjörlega ódauðlegur, en á enga þörf sterkari en að vera samþykktur af félögunum.  Ef reykingar þarf til, þá er bara einni skellt í munninn og kveikt í.  Þörfin fyrir samþykkið er svo sterk, að þrátt fyrir óbragð og jafnvel vanlíðan, þá er sú næsta pís of keik.  Þá er komin á sjálfvirk hegðun sem er anskotanum erfiðara að rjúfa, bæði vegna líkamlegrar fíknar en ekki síður vegna félagslegrar fíknar.

Af hverju er ekki búið að banna þetta?  Þegar áhættuhópurinn er óharnaðir unglingar þá er þetta súrrealísk hugsun; Ríkið er að bjóða ungum þegnum sínum upp á að prófa með fullu leyfi (ekki tala um bannað innan 18, það virkar ekki hér frekar en á DVD myndum).  Tökum annað dæmi sem margir vilja meina að sé hliðstætt: Áfengi.  Á ekki líka að banna það þá?  Ég persónulega sé ekki samanburðarhæfnina.  Ef ég fæ mér eitt rauðvínsglas eða bjór, þá fer það ofan í minn maga og málið dautt.  Ef ég fæ mér eina sígarettu, þá neyðast allir í kringum mig til að reykja hana með mér.  Ósanngjarnt.  Vínneysla getur sannarlega farið úr böndunum, en það getur líka neysla á mat, tölvuleikjaspilun, golfiðkun......allt getur farið úr böndunum og trulfað fjölskyldulífið. 

 

Best er að sleppa því að byrja til að sleppa við að hætta....

hsc1532l.jpg

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband