Hver á sér fegra föðurland??

Ég var að raula þetta fallega lag yfir eldamennskunni, svona annars hugar, eins og gjarnan er þegar maður raular.........Allt í einu áttaði ég mig á því, að innra með mér hafði vaknað einhvern veginn döpur tilfinning. Því tók ég mig til, náði í ljóðabók og las ljóðið yfir af gjörhygli, og áttaði mig þá á hversu fjarri við erum stödd þessum veruleika, sem Hulda óskaði hinu íslenska lýðveldi. Engin furða að ég yrði döpur....

Ljóðið var samið árið 1944 í tilefni af stofnun lýðveldisins og vann til verðlauna í ljóðasamkeppni, sem haldin var af tilefninu.  Nú, árið 2012, er lýðveldið komið á eftirlaunaaldurinn og verður að segjast að það ber aldurinn frekar illa.  Mér líður eiginlega eins og ég sé að lesa minningargrein við að fara með þetta fallega ljóð:

HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND

Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.

Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við ysta haf.

Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífið sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.

 

islenski-faninn-300x207.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þakka þér, ljóðið sem maður kunni utanbókar og söng með fjöldanum,höfðar sterklegar til manns í dag.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2012 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband