21.4.2014 | 12:40
Þetta er allt innra með okkur; vanlíðan/vellíðan!
Aðstæður eru eitthvað sem við "lendum í" eða erum stödd í. Við höfum aldrei fulla stjórn á þeim því þættir eins og annað fólk, veður, menning, umhverfi o.s.frv. hefur áhrif umfram okkar getur til að stýra að fullu. Þessar ytri aðstæður geta verið að valda okkur allt frá minniháttar óþægindum yfir í lamandi sársauka. Þegar svo er komið getur verið erfitt að finna fókusinn til að leysa úr vandanum; meira að segja gætum við átt erfitt með að benda á hver vandinn er.
Þegar við erum vön því að eitthvað ytra sé að skaða okkur, þá höfum við tilhneigingu til að trúa að lausnin finnist líka hið ytra. Við förum tilráðgjafa, sálfræðinga, geðlækna, leitum í fíkn af mörgum toga, kennum uppeldinu um, eða makanum os.frv.. Dæmi til skýringar: Ef eihver særir okkur djúpu sári í lófanum, þá leitum við til læknis sem saumar og bindur um, og sendir okkur svo heim til að leyfa sárinu að gróa - sem það svo gerir. En ef það erum við sjálf sem erum að særa lófann þá munu endalausar læknisheimsóknir ekki leysa neitt varnalega. Þar kemur orsökinin sem við gleymum oft að horfast í augu við; Við erum okkar eigin sársaukavaldur!
Ef við erum aftur og aftur að festast í tilfinningalegri vanlíðan, þá erum við líklega föst í vanabundnu viðbragði sem liggur sem djúpt hjólfar í undirvitundinni. Einhvern tíman höfum við orðið fyrir tjóni sem kom okkur á þennan stað og með árunum höfum við svo fest þetta viðbragð við erfiðleikum rækilega innra með okkur, að það er orðið eins og vani. Þannig lendum við aftur og aftur í vanlíðan og höldum að það sé okkar innra lögmál. Þessu er að sálfsögðu hægt að breyta, því við getum alltaf lært nýja hluti á meðan við drögum andann.
Þetta er ekki auðvelt, en ekki endilega flókið. Við þurfum bara að ákveða að gefa okkur tíma til að skoða hvernig við erum að bregðast við. " Anda ofan í aðsæður" og velja nýjar hugsanir sem skila okkur betri líðan og þar með smátt og smátt meiri ró og hamingju. Þetta tekur á og við "dettum oft í gamla hjólfarið" í fyrstu, en með tímanum fer þetta að vera eðlileg viðbrögð. Nýtt og betra hjólfar.
Fólk mun særa okkur og svíkja; við munum lenda í erfiðum aðstæðum og áföllum, en hvernig við bregðumst við þeim og vinnum úr þeim er alltaf háð því hvaða hugsanir við nærum. Því erum það við sjálf sem leyfum okkur að særast og þess vegna erum það við sjálf sem þurfum að heila okkur og græða. Auðvitað eigum við að leyta hjálpar, því kannski eigum við ekki réttu verkfærin innra með okkur. En við þurfum að læra sjálf að beita verkfærum batans svo við verðum ekki sífellt háð öðrum og þeirra verkfærum. Það gæti nefinlega komið að því að "viðgerðarmaðurinn" nennir ekki að sinna okkur aftur og aftur, eða hann bara hverfur úr lífi okkar.
Ef við höldum því fram að við getum ekki breytt hegðun okkar og tilfinningalegum viðbrögðum, þá erum við að velja okkur að lifa í sársauka og ójafnvægi. Sýnum sjálfum okkur umburðarlyndi, sanngirni og verum okkar bestu vinir.....
....veljum hvað við hugsum....og nærum þær hugsanir.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2014 | 17:37
Hvernig "dópar" þú ?
Dópamín. Okkar eigin náttúrulega örvunarefni. Getur þróast í að verða fíkniefni....
Þegar við mannkynið bjuggum í því náttúrulega umhverfi sem líkaminn okkar er enn sniðinn að, þá var hlutverk dópamíns mjög skýrt; það hvatti okkur til verka svo við myndum lifa af. Þessi verk voru ekki mörg: barneignir, drepa til matar, sleppa undan hættum. Og þá leið okkur skrambi vel með dagsverkið. Allt hlutir sem við erum enn að sinna til að lifa af.
En í dag er ekkert endilega svo erfitt að redda ofangreindum hlutum í vestrænu samfélagsformi okkar. Við skreppum út í búð til að ná í mat, við eignumst börn bara af því að það gera flestir (þurfum ekki vinnandi hendur lengur) og óvininn losnum við hæglega við með því að loka á eftir okkur útidyrahurðinni. (Þetta er ekki alhæfing, heldur á þetta almennt við). Þess vegna hækkar magn dópamíns í heila okkar ekkert sérstaklega við þessar hversdagslegu athafnir. Við erum búin að einfalda og auðvelda okkur það allra helsta með tækjum og tólum og því teljum við flest dagsverkin okkar frekar hvunnsdaglegar skyldur. Ekkert spennó við það.
En þá líður okkur bara ekki alveg nógu vel. Það vantar spennu og örvun og umbun til að koma dópamínframleiðslunni af stað. Og þá byrjar leitin: Kaupa eitthvað, fara eitthvað, hlaupa eitthvað, keppa eitthvað, verða eitthvað...... Að sjálfsögðu eigum við að gera eitt og annað til að auka þroska og heilbrigði, en þegar við virðumst þurfa að fara hraðar og meira, þá er spurning um hvort við séum farin að verða háð okkar eigin dópi. Þegar svo dópamínið virkar ekki lengur, víman rennur af okkur, þá verðum við "flöt" og byrjum aftur að finna eitthvað annað til að fá næsta "skammt".
Afleiðingarnar geta svo orðið alvarlegar ef við missum stjórnina. Hegðunin sem í upphafi gaf okkur vellíðan getur hæglega snúist í andhverfu sína og valdið depurð, skaða líkamlega heilsu og kostað okkur fjölskylduna og stórar fúlgur fjár.
Við þessi skrif er mér hugsað til viðtals í sjónvarpinu á dögunum við eina af nunnunum í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Hún ljómaði þegar hún lýsti daglegu lífi þeirra systra sem snérist um bænir, hulgeiðslu, almenn heimilisstörf, samveru og skýra verkaskiptingu. Ekki einu sinni fara þær frjálst út um hvippinn og hvappinn, heldur dvelja öllum stundum innan girðingar klaustursins. Æðruleysið og kærleikurinn lýsti af henni. Það virðist því sem þessi kona hafi fundið innra með sér þann styrk sem við virðumst aldrei ná að upplifa fyrir utan okkur; sanna ró og hamingju.
Það er væntalega nokkuð til í sögninni "leitið ekki langt yfir skammt" og "allt er best í hófi".......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2014 | 15:33
Ég er laus við fordóma (einmitt...hahahahaha...)
- Sleppa tökunum. Það er eiginlega spennandi að upplifa flæðið í nýjum aðstæðum þegar maður hættir að reyna að hafa stjórn á atburðarrásinni. Þá koma svo óvæntar og skemmtilegar nálganir í ljós og maður lærir eitthvað alveg nýtt. Sömuleiðis að sleppa örygginu - það er nefnilega svo oft bara falskt, eða einhvers konar gríma sem sett er upp fyrirfram. Vera bara maður sjálfur. Alltaf.
- Treysta aðstæðum. Lífið er bara eins og það á að vera miðað við það sem lagt var upp með. Þetta er líka spurning um að láta af stjórn og treysta því að allt fari vel, hvernig sem það fer. Svolítið svona "lífið er lærdómur".
- Vera með opinn huga. Þannig er allt mögulegt og ekkert ómögulegt. Það liggja nefnilega svo mörg tækifæri og margar lausnir fyrir framan okkur, en ef við erum með fordóma þá missum við af þessu öllu. Lífið rennur þá fram hjá okkur í voðalega föstum skorðum og við jafnvel spólum föst í sömu hjólförunum. Leyfum okkur að prófa hinar leiðirnar, þær gætu verið svo spennandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2014 | 16:45
Takk!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2014 | 20:58
Er barnið kvíðið?
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur spáð því að árið 2030 verði þunglindi í fyrsta sæti yfir mest "íþyngjandi" (disease burnden) sjúkdóma á heimsvísu. Það þýðir að þau börn og ungmenni sem nú ganga um á jörðinni eru í meiri áhættu að þróa með sér þunglyndi en nokkur önnur kynslóð hingað til (svo vitað sé að minnsta kosti).
Rannsóknir hafa sýnt fram á að kvíðnir einstaklingar hafa minna þol gegn þeim erfiðleikum og áföllum sem lífinu fylgir. Þess vegna ættum við fullorðnu einstaklingarnir að gera allt sem við getum til að vera á verði; hjálpa þeim börnum sem kljást við kvíða og ekki síður fyrirbyggja að börn þrói með sér kvíða. Kvíði sem fær að malla óáreyttur þróast yfir í hamlandi þráhyggjukenndar áhyggjuhugsanir sem hamla eðlilegum þroska og getur komið í veg fyrir að einstkalingurinn njóti hæfileika sinna. Þess vegna ættum við nú að vinna markvisst að forvörnum.
Forvarnir lukkast best þegar unnið er með blessuð börnin. Það er auðveldara að stoppa af hugsanaskekkjur og leiðrétta þær hjá börnum, áður en þær ná að festast í undirvitundinni þannig að við sem fullorðnir einstaklingar verðum orðin svo samsama þessum kvíðahugsunum að við áttum okkur jafnvel ekki á hvaðan þær koma eða trúum því að svona eigi lífið bara að vera; kvíðadrifið og áhyggjufullt.
Ég hef sett saman eftirfarandi texta til hjálpar foreldrum og uppalendum (að sjálfsögðu gætu fullorðnir líka haft gagn af):
Kvíði hjá börnum.
Birtingarmynd kvíða er þríþætt; hugræn, líkamleg og hegðunarteng.
1. Hugræn birtingarmynd kvíða: Kvíðahugsanir, þráhyggja gagnvart ókomnum atburðum, bæði raunverulegum og ímynduðum og yfirleitt með neikvæðri útkomu.
2. Líkamleg birtingarmynd kvíða: Einkenni eins og stutt og grunn öndun, svimi, hraður hjartsláttur, skjálfti, vöðvaspenna, svitamyndun, munnþurrkur, flökurleiki, þreyta.
3. Kvíðatengd hegðun: Grátköst, kækir, fælni, síendurtekin athöfn, svefntruflanir, aðskilnaðarótti, eirðarleysi, áráttuhegðun.
Hvað orsakar kvíða hjá börnum?
Oft virðist sem kvíðaraskanir liggi í fjölskyldum; skýringanna er líklegast bæði að leita í genunum en einnig að börn læra hegðunarmynstur sitt af fjölskyldumeðlimum og tileinka sér því kvíðahegðun.
· Umhverfisþættir; alist barn upp við mikla stjórnsemi verða þau oft kvíðin yfir að standa ekki undir kröfum eða vegna óvissu og ótta um viðbrögð uppalenda. Einnig geta börn, sem alast upp við ofurverndandi aðstæður þar sem uppaldendur eru sífellt að vara við eða koma í veg fyrir mögulegar hættur, þróað með sér kvíða.
· Breyttar aðstæður; dauðsföll, skilnaður, sjúkdómar foreldra, nýtt systkyn, alvarlegir atburðir, skólaskipti eða hvað annað sem barnið á erfitt með að skilja eða vinna úr getur valdið kvíðaröskun.
· Líkamlegir sjúkdómar; kvíði getur verið birtingarmynd sjúkdóma s.s. í skjaldkirtli eða hjarta, æxli sem trufla hormónamyndun og efnaskiptasjúkdómar. Þessar orsakir eru sjaldgæfar, en full ástæða að útiloka.
· Fráhvarf; ýmis lyf geta valdið líkamlegum kvíðaeinkennum og sömuleiðis neysla koffeins og sumra orkudrykkja.
Hvað viðheldur kvíðaeinkennunum?
· Tenging við atburði; t.d. hvítur sloppur getur kallað fram kvíða ef barn hefur slæma reynslu af töku blóðsýnis. Þessi ótti getur síðan undið upp á sig og smitað yfir á allt sem tengist heilbrigðisstofnunm. Hér er í raun átt við kvíða sem tengist ýmis konar fælni.
· Að forðast aðstæður; ef barnið kemst upp með að forðast sífellt kvíðavaldandi aðstæður fá þau ekki tækifæri til að læra að höndla það sem olli kvíðanum. Í huga barnsins virðist hættan verri og verri eftir því sem það fær að sniðganga aðstæðurnar lengur.
Kvíða-umbun; með því að leyfa barninu að forðast kvíðavaldandi aðstæður er verið að styrkja það í trúnni um að full ástæða sé fyrir kvíðanum, og þannig vex kvíðinn smám saman. T.d. ef barn neitar að fara til tannlæknis og uppalandinn gefur eftir, þá verður léttirinn svo mikill og vellíðunin svo sterk að kvíðatilfinningin verður tæki til að fá umbun. Annað þekkt form af styrkingu kvíða er þegar barn er myrkfælið og þorir ekki að sofa eitt. Uppalandinn umbunar barninu með því að leyfa því að sofa hjá sér og þannig fær barnið skýr skilaboð um hversu öflugt stjórtækni kvíði þess er. Þannig er algegnt að börn fari ómeðvitað að nota kvíða sem leið að umbun og athygli uppalenda sinna.
Algengustu kvíðaraskarnir.
· Almenn kvíðaröskun. Börn með almenna kvíðaröskun eru með áhyggjur af öllu mögulegu og fá oft kvíðaköst. Ef ekkert er að gert, þróa þau með sér þörf fyrir að þóknast öðrum, verða meðvirkir einstaklingar og þjást oft af fullkomnunaráráttu.
· Aðskilnaðarkvíði. Börn með þessa röskun þola illa að þurfa að kveðja uppalendur sína eða fara út af heimilinu. Þau eiga erfitt með að byrja í skóla eða tómstundarstarfi og geta þróað með sér félagsfælni.
· Áráttu-og þráhyggjuhegðun. Þegar barn er upptekið af atburðum eða hegðun svo það hefur hamlandi áhrif á líðan þess. Þetta getur tekið svo mikið af orku og tíma barnsins að það nær ekki að þroskast eðlilega.
· Félagsfælni. Er oftast afleiðing þess að barnið hefur verið með annars konar kvíða, sem hefur komið í veg fyrir eðlilegan félagsþroska. Ef ekki er að gert, getur kvíðinn orðið sjúklegur og hamlað barninu inn í fullorðinsárin.
· Áfallastreituröskun. Ef barn verður fyrir líkamlegum skaða eða andlegu áfalli s.s náttúruhamförum, andlegu/líkamlegu ofbeldi, misnotkun, slysi eða alvarlegum sjúkdómi getur það þróast í langvarandi almennan kvíða. Atburðirnir þurfa jafnvel ekki að vera stórir í augum fullorðinna, en óþroski barnsins getur valdið því að það misles aðstæður og nær ekki að skilja heildarmyndina. Því er mikilvægt að bregðast strax við og hlálpa barninu að vinna úr atburðinum.
· Kvíðaköst. Bæði börn og fullorðnir með þetta form kvíða, fá kvíðaköst sem geta varað frá fáum mínútum yfir í nokkrar klukkustundir. Börn sem þjást reglulega af kvíðaköstum geta þróað með sér viðvarandi kvíða gagnvart þessum köstum sem hindrar þau í að taka þátt í rútínu venjulegs lífs.
· Vægur kvíði. Algengt era ð börn upplifi vægan kvíða í nýjum eða krefjandi aðstæðum. Þetta er eðlilegt og ef rætt er um tilfinningar sem þau eru að upplifa má koma í veg fyrir að þau fari að láta eðlilegan kvíða verða hamlandi.
Meðferð við kvíða ætti að miða að því að finna orsökina og hjálpa barninu að endurskilgreina sýn sína á hann. Einnig þarf að kenna barninu leiðir til að þekkja og vinna með kvíðatifinninguna þannig að hún verði ekki að stóru og hamlandi vandamáli, því kvíði er jú eðlileg tilfinning sem þarf að hlusta á og þekkja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2014 | 21:52
Dómharka - hvað erum við að verja?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2014 | 19:59
Ekki bíða eftir að lífið verði betra; gerðu það gott núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2014 | 14:27
Hvað óttast þú?
- Þegar þú finnur fyrir togsreitu eða vanlíðan, leiddu strax hugann að því hvaða aðstæður vekja þessa líðan. Það getur hjálpað í upphafi að skrifa þetta ferli á blað.
- Hvaða hugsanir fara í gegnum hugann þinn; skrifaðu þær niður. Reyndu að nota fá en skýr orð.
- Næst skirfar þú hvaða tilfinningar eru innra með þér. Þetta er nauðslynlegt skref, því með tímanum uppgötvar þú líklega að þetta eru oftast sömu tilfinningarnar aftur og aftur, sem bendir til ákveðins hugsanamynsturs, sem líklega er það sem þarf að leiðrétta.
- Nú skaltu lesa 1-3 yfir og meta með skynseminni hvort þetta hafi verið eðlilegt og uppbyggilegt viðbragð. Ef þú sérð eitthvað rangt, skaltu skrifa hvernig skynsamlegra hefði verið að bregðast við. Gott getur verið að ímynda sér að maður sé að fara að ráðleggja einhverjum öðrum, því við virðumst eiga betra með að sjá vanda annara en okkar eiginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2014 | 20:48
Tekur þú of mikið mark á blaðrinu í hausnum á þér?
- Fortíðin. Það er nokkuð ljóst að henni verður ekki breytt. Engu að síður dveljum við í þeim atburðum fortíðarinnar sem ollu okkur hvað mestu tilfinningaróti, bæði jákvæðum og neikvæðum. Ef atburðurinn var neikvæður mun hugsunin valda sársauka og eftirsjá, eða skekkja sjálfsmynd okkar á einhvern hátt. Það er sorglegt að láta liðna hluti skemma fyrir sér möguleika dagsins í dag og þvi best að kveðja þá markvisst og læra að lifa með minningunni en ekki í minningunni. Ef atburðurinn var jákvæður er hætt við að við reynum í sífellu að skapa gleðina og vellíðunina aftur. En sorrí, það mun aldrei takast því aðstæðurnar verða aldrei alveg þær sömu. Því er mikilvægt að nota góðar minningar bara til að ylja sér við en ekkert meira en það.
- Framtíðin. Þekki engann sem hefur getað spáð alveg rétt um hvernig hún kemur til með að verða. Við notum nefnilega ímyndunaraflið okkar þegar við erum að reyna að sjá fyrir um komandi atburði. Við notumst við þær upplýsingar sem fyrir eru í minninu og reynum svo að púsla þeim saman í eitthvað sem virðist vera sannfærandi framtíð. En því miður gleymum við að gera ráð fyrir að þetta er bara ímyndun. Við getum auðvitað gert áætlanir en það eru svo ótrúlega margir þættir sem munu hafa áhrif, sem við getum ekki tekið með í myndina, atburðir sem eru ekki í okkar höndum. Þess vegna er bara best að hugsa sem minnst um komandi tíma. Enda er talið að 94% af áhyggjum fólks reynast vera óþarfar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2014 | 12:02
Blekkingin um hamingjuna.
Eftir að hafa lifað af hálfa öld, hitt ógrynni af alls konar fólki og lesið ótæpilega af fræði- og sjálfshjálparbókum hef ég dregið þá ályktun, að tilgangur lífsins sé að finna hamingjuna. Svona eins og ratleikur. Það hlýtur að vera rétt, því ALLIR eru að reyna að vera hamingjusamir. Nú tel ég mig vera almennt hamingjusama í dag, en það hefur nú ekki verið áreynslulaus leit. Ó nei!. Það sem veitir mér hvað mesta hamingju í dag er innri ró og einhvers konar æðruleysi; tek bara lífnu eins og það kemur og geri mitt besta til að láta "vatnið mitt ekki gárast um of".
Skilaboðin í samfélaginu eru samt önnur; "þú finnur hamingjuna í peningum (dóti), rétta makanum, barneignum eða starfsframa/menntun." Þetta er ekkert annað en blekking og ég skal rökstyðja skoðun mína hér:
- Peningar: Ef við erum svo blönk að eiga ekki fyrir nauðsynjum, þá vissulega yrðum við hamingjusamari ef við ættum meiri pening. En allt umfram það er ekki ávísun á hamingju. Um það er til fjöldinn allur af rannsóknum. Við virðumst vera eins og botnlaus hýt sem aldrei fyllist nógsamlega af peningum eða dóti til að veita hamingju.
- Rétti makinn: Við erum í upphafi voða ástfangin og upptekin af taumlausri gleði og forvitni. En ef sjálfsmynd okkar er ekki heil þannig að við séum ánægð ein, þá getum við ekki ætlast til að annar einstaklingu lagi það. Með tímanum, þegar upphafsspennan er liðin hjá, finnum við bara aftur fyrir óánægjunni innra með okkur og förum jafnvel að kenna "rétta" makanum um vanlíðan okkar. Við verðum að eiga í heilbrigðu sambandi við okkur sjálf fyrst og fremst, og þá getum við elskað aðra.
- Barneignir: það er svo djúpt innprentað í okkur að börn veiti hamingju. Auðvitað gera þau það, en sálfræðilegar rannsóknir sýna að rútínustússið kringum uppeldið veitir jafn mikla gleði og heimilsisstörf. Það er drulluerfitt og slítandi að ala barn upp, viðurkennum það bara!
- Starsframi: Okkur lærist snemma að samsama sjálfsmynd okkar með starfsframa og menntun. Það er vægast sagt hæpið að byggja tilveru sína á svo fallvöltum stoðum. Störf koma og fara og við getum misst þau vegna uppsagna eða heilsubrests. Hvað erum við þá? Verðum jafnvel kvíðin eða þunglynd og örvæntingafull yfir tilverubresti!
Það væri farsælla ef við lærðum frá upphafi að byggja sjáfsmynd okkar á innri styrk og heilbrigðum siðferðislegum gildum. Samfélagið þarf að senda rétt skilaboð og meta einstaklingana sem það byggja en ekki framlegð þeirra í krónum og aurum. Það mætti einnig leggja áherslu á að kenna hugleiðslu og núvitund frá fyrsta degi í grunnskóla þannig að einstaklingar þessa samfélags væri betur í stakk búnir að uppgötva styrkleika sína, í stað þess að vera sífellt að verja eða breiða yfir veikleikana.
Því ef við hættum að vera sífellt í vörn, þá getum við farið að vera í sátt.......við okkur sjálf.....
Bloggar | Breytt 26.2.2014 kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigríður Lárusdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Amatör Fegurðin í þessu hversdagslega...
- https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1708919992726995&id=100008270322327&comment_id=1708940862724908¬if_t=feed_comment¬if_id=1459626107294223
Dáleiðslumeðferð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar