Þurfti ég að vera tilbúin að deyja til að vera tilbúin að lifa? Í alvöru.

 

Minni á að þetta er mitt blogg um minn hugarheim. Ekki hinn heilagi sannleikur.

Ég er 52 ára og nýt lífsins til fullnustu. Það þýðir ekki að ég sé í sjúklega góðu skapi alla daga og sé búin að útrýma öllu sem flokkast sem neikvæðar tilfinningar. Og hvað eru neikvæðar tilfinningar? Hver ákvað það?
En alla vega...ég lifði framan af í stöðugum og ómeðvituðum ótta; Ótti við höfnun, afkomuótti, ótti við að missa stjórn (á hverju veit ég ekki...), ótti við að missa af, ótti við að börnin...bara...eitthvað, ótti við að velja rangt..... En hélt mig samt vera svo meðetta allt. Góð menntun, mann og börn og hús og bíl og ferðalög og áhugamál. Djö...var ég samt alltaf þreytt og ekki nóg.
Svo fékk ég krabba. Svo missti ég vinnuna. Svo brann ég út.

Það er eins og maður þurfi að lenda svona í einhverju "ég get ekki meir" til að virkilega fá kjarkinn til að grafa nú í sárustu og sóðalegustu kimana í hugskotinu. Hafði ekki neitt val að mér fannst og hóf tiltekt. Ekki samt ein, því þegar maður fer einn í að taka til þá réttlætir maður fyrir sér hverju skal henda og hvað skuli nú ríghalda í. Þó það sé vita gagnslaust til framtíðarnota þá vill mannskepnan oft halda í það sem gefur ekkert og tekur bara pláss.....geymum skaðleg og niðurbrjótandi hegðunarmynstur af því við þekkjum þau svo vel og þau gefa ákveðið skammtimaöryggi.

Þessi tiltekt er eins og önnur..hún er ekki endanleg, því það kemur alltaf eitthvað nýtt í ljós og maður byrjar líka að safna aftur. EN...það sem þessi reynsla (sem gæti fyllt bók en ekki blogg) skilaði af sér er að ég aftengdi mig svo órtúlega mörgu. Í alvörunni þá finn ég að ég er "tilbúin" að deyja. Erfitt að útskýra þessa tilfinningu án þess að hljóma þunglynd..... en ég er bara svo sátt. Hef skilað af mér 3 fullorðinum gaurum sem standa á eigin fótum. Er nokk sama um allt þetta dót sem ég á því ég bara finn enga tengingu sjálfsmyndar minnar við það. Vissulega þægilegt dót sem auðveldar mér lífið og það er ég mjög þakklát fyrir. Mér er ekki sama um vini mína og ættingja, en ég ber enga ábyrgð þar nema á minni eigin hegðun gagnvart þeim.... ber mikinn kærleika og væntumþykju og samkennd til margra þeirra, en þeirra líf er ekki háð tilvist minni á einn eða neinn hátt, ekki frekar en að mín sé háð neinum þegar upp er staðið. Enginn hefur neinn vísan í lífinu nema sjálfan sig. Ekki valkvæður vinskapur þar.

Þegar ég fann þetta frelsi, þá fór ég smám saman að lifa bara hér og nú. Er enn að brjóta niður þessa múra sem hólfuðu lífið niður í box, sem enginn getur þreifað á en einhver tróð í hausinn á mér að væru lífið. Mig langar ekki að lifa í boxi..... mig langar að sjá allt og smakka allt. Prófa það sem dettur upp í fangið á mér og læra. Mér finnst það svo miklu skemmtilegra. Smakka margt súrt og beikst líka, en forðast að endurtaka það ef ég kemst hjá því. En kom on.........

.........til hvers að lifa ef maður vill ekki gera það þokkalega lifandi..........

IMG_0912 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Lárusdóttir

Höfundur

Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir
Í viðleitni minni til að halda andlegu jafnvægi mun ég bara blogga jákvætt og uppbyggjandi.....hvað held ég það lengi út?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • internal-conversations-300x222
  • 41YPEWXf6OL. SX364 BO1,204,203,200
  • 14456633739 17cd93830a c
  • 1 OxPMWDQ1SXUdGG-EXgDBBQ
  • shame-quote-2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband